smellið á myndina til að sjá fleiri myndir af svæðinu Þessi ferð um Fjallabak er 9 daga og það verður trússbíll í för með okkur. Það gerir ferðina mun aðgengilegri fyrir marga sem efast um eigin getu og hugsanlega reynsluleysi. Við förum af stað úr bænum 4. júlí og komum heim 12. júlí. Sumar dagleiðir munu reyna á, sérstaklega ef við erum óheppin með veður, þannig að þessi ferð er ekki hugsuð fyrir krakka. Það eru aðrar ferðir í boði hjá klúbbnum sem henta krökkum mjög vel.

Slakað áForvitnir ferðalangar
Það var góð mæting á baðstofuloftið í klúbbhúsinu á ferðakynninguna á innanlandshjólaferðum sumarsins. Það liggur í loftinu að fólk stefnir á hjólaferðir innanlands þetta árið og það ánægjulega er að framboðið er nokkuð gott.

Klúbbhúsið Brekkustíg 2Langar þig að hjóla um Ísland í sumar? Þá er rétti tíminn fyrir þig að mæta í klúbbhúsið fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20 og fylgjast með kynningu á fyrirhuguðum hjólaferðum um Ísland næsta sumar.

Ferðanefnd ÍFHK kynnir sumardagskrána og opnar á skráningu í lengri ferðir sumarsins. Meðal ferða sem koma til kynningar er Stóra sumarleyfisferðin sem fer um Fjallabak syðri dagana 3. - 12. júlí. Svo er stefnt á Nesjavelli í maí, Skorradalinn um Jónsmessuna og Óvissuferð í September. Auk þess verða helstu nýjungarnar í styttri ferðum klúbbsins kynntar.

Frá Hjólarækt Útivistar kemur Marrit og kynnir stóra ferð um Vestfirði sem fyrirhuguð er í byrjun júlí.

Það verður heitt á könnunni, opið fyrir aðstöðuna á neðri hæðinni og góður tími fyrir spjall og ráðagerðir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Ferðanefndin.

Bíókvöld í klúbbhúsinu. Sýningin hefst kl 20:00. Sýnd verður nýjasta afurð félaganna í The Collective. En þeir eru þekktir fyrir einstaka myndatöku með háhraða kvikmyndatökuvélum frá einstökum sjónarhornum. Myndin höfðar ekki eingöngu til hörðustu downhill töffara, heldur til breiðs hóps hjólreiðamanna og áhugamanna um kvikmyndagerð almennt. Myndinni verður varpað á tjald með skjávarpa til að skapa bíóstemningu.

 Viðgerðaraðstaðan opin niðri.

 

Húsnefnd.

lífshlaupiðNú er hafin skráning í Lífshlaupið sem er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa. Landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Lýðheilsustöð gaf út í fyrsta skipti árið 2008 ítarlegar ráðleggingar um hreyfingu og þar á meðal er ráðlagt að ganga eða hjóla daglega til og frá skóla og vinnu. Sjá vef ÍSÍ.

úr hjólaferð Vikulegir hjóltúrar verða farnir frá Víkingsheimilinu kl 09:30 alla sunnudagsmorgna framvegis í vetur og framá sumar. Guðný Einarsdóttir (einnig þekkt sem Guðný í www.hjolakonur.net) fer fyrir ferðunum. Miðað er við að vera ekki lengur en tvo tíma í ferðinni. Leiðin er ákveðin hvert skipti fyrir sig af þeim sem mæta. Nánari upplýsingar veitir Guðný í síma: 6936285. Allir velkomnir

barnavagnKlúbburinn býður nú til leigu til lengri eða skemmri tíma farangurskerru og barna-hjólavagn. Það er mjög góð hugmynd fyrir þá sem eru að spá í að fjárfesta í öðru hvoru eða hefur takmarkaða þörf fyrir svona búnað. Verðinu er still í hóf, enda er tilgnagurinn að gefa fólki færi á að kynnast nýjum hliðum hjólamennskunnar.

Í janúar mánuði 2008 var hleypt af stokkunum síðunni www.hlaup.com þar sem hægt er að skrá inn sína hreyfingu. Í fyrstu var hún eingöngu fyrir hlaupara og skokkara enda hugsuð sem slík. En nú, eftir nokkrar uppfærslur er hægt að skrá inn alla hreyfingu jafnt göngu, hlaup, hjólreiðar, sund og kayakróður svo eitthvað sé nefnt. Þetta auðveldar einstaklingum að halda utan um sín afrek og ástundun jafnframt því að vera skemmtileg hvatning í iðkuninni. Nú þegar líður að áramótum og hinum árlegu áramótaheitum, liggur beint við að tileinka sér skráningu og eftirfyglni algengs áramótaheitis um aukna hreyfingu – hvort sem er um sunnudags labbitúrinn, hjóltúrinn í vinnuna, fjallgöngur eða hvað eina sem maður gerir.

Íþróttadagbókin er ókeypis og öllum opin.

Um 30 manns litu við á kaffihúsakvöldinu í gær og var aldeilis kátt í höllinni. Veisluborðin svignuðu undan kræsingum og eðalkaffi. Macchiato, cappuchino, latte, expresso og fleiri tegundir voru á boðstólnum ásamt þykkum vöfflum með vanilluís, þeyttum rjóma, maple-sírópi, ferskri berjablöndu, súkkulaði sósu og svo framvegis. Magnús Bergs sýndi myndir úr ferðum sínum um hálendi Íslands, og samhliða voru almennar umræður um áætlaðar ferðir komandi sumars en ferðanefndin er í óða önn að púsla saman lengri og styttri ferðum á dagskrána fyrir sumarið 2009. aldrei í sögu klúbbsins verður boðið uppá jafn fjölbreyttar og margar ferðir yfir starfsárið. Og mjög spennandi tímar í klúbbnum framundan. Stjórnin.

Nú bregðum við út af vananum næsta fimmtudagskvöld og höldum KAFFIHÚSAKVÖLD með stórum stöfum. Samhliða hefðbundnu opnu húsi verða kræsingarnar í sérflokki. Notum kvöldið til að gleyma amstri dagsins og njótum góðs félagsskapar hvors annars í klúbbhúsinu okkar.

Á boðstólnum verða fjölmargar tegundir af kaffi, sérbrennt og heimamalað, uppáhellt með úrvals kaffivélum í eigu félagsmanna sem eru sérlegir áhugamenn um kaffi. Í húsinu verða að minnsta kosti tvær "alvöru" kaffivélar og ætlunin er að láta þær ganga allt kvöldið. Einnig verða nokkrar mismunandi gerðir af "alvöru" belgískum vöfflujárnum. Elda þær nokkrar mismunandi uppskriftir ólíkra landa. Ís, sýróp og sultur við hæfi og verður þetta ein allsherjar kræsingaveisla.  Viðgerðaraðstaðan verður að sjálfsögðu aðgengileg með öllum nýju verkfærunum, en áhersla kvöldsins eru kræsingar og notaleg kósy kvöldstund. Allt krepputal skilið eftir heima.
Húsnefnd

Það var góður fjöldi sem mætti, líflegar og gagnlegar umræður um fatnað,
ljós og nagladekk. Úrval af fatnaði og búnaði frá hjólaverslunum og
sérsverslun með gæðafatnað. Miklar umrærður um gagnsemi ullar næst við
húð. Mjög gagnlegar umræður sköpuðust og deildu reyndir hjólreiðamenn reynslu sinni
td. um galdurinn við að hjóla í vinnuna í öllum veðrum án þess að verða blautur,
kaldur eða krumpa skrifstofudragtina og þar komu til sögunnar sérhannaðar
skrifstofutöskur þar sem hægt er að pakka flatt. Mjög skemmtilegt kvöld, takk
fyrir okkur.

 Sessy og Guðný.

 

Það vakti athygli mína þegar ég rakst á litla aðsenda grein í Morgunblaðinu 7. nóvember þar sem Brynjar Kjærnested lýsir því að í sumum hverfum borgarinnar er snjóruðningur á höndum einkaaðila og í öðrum á höndum borgarstarfsmanna. Það ætti ekki að skipta máli ef allir stígar væru ruddir vel og tímanlega en í greininni lýsir hann því að einkaaðilunum hafi verið fyirskipað að halda að sér höndum meðan borgarstarfsmennirnir voru á fullu í öðrum hverfum. Þar sem ég fann greinina ekki á mbl.is læt ég hana fylgja með.

Aðalfundur ÍFHK var haldinn 30. október síðast liðinn í húsnæðinu að Brekkustíg. Góð mæting var og allt að því hátíðarstemning í loftinu. Það er greinilegt að mikill hugur er í fólki í hjólaheiminum og lofar það góðu fyrir kjörtímabilið. Kjörin var ný stjórn og nefndir mótaðar. Fyrsti stjórnarfundur er áætlaður 3. nóvember og línur settar. Ný stjórn skipa: formaður: Fjölnir Björgvinsson, varaformaður: Sesselja Traustadóttir, gjaldkeri: Ásgerður Bergsdóttir, ritari: Edda G. Guðmundsdóttir, meðstjórnandi Pétur Þór Ragnarsson og varamenn eru Magnús Bergsson, Sólver H. Sólversson.

Aðalfundur Íslenska Fjallahjólaklúbbsins verður haldinn fimmtudaginn 30. október nk. kl. 20:00 í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. 2. hæð.

Dagskrá:
1. Skýrsla formanns og stutt yfirferð yfir viðburði ársins
2. Reikningar fyrra árs lagðir fram til samþykktar
3. Lagabreytingar (ef einhverjar eru)
4. Kosning stjórnar
5. Umsóknir í nefndir (húsnefnd, ferðanefnd, ritnefnd, kynningar og fjáröflunarnefnd)
5. Önnur mál
Kaffi og meðlæti 
Mætum öll
Stjórn ÍFHK.

dscf1317ww.jpgNámskeiðið verður haldið í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 fimmtudaginn 23. okt. á efri hæð í fyrirlestrarformi í setustofu. Magnús Bergsson talar út frá sinni reynslu um vetrarútbúnað; hjóls, knapa og viðlegubúnað. Magnús er einn reyndasti hjólreiðamaður landsins og deilir með okkur góðum ráðum um það hvernig það verður leikur einn að hjóla yfir köldustu vetrarmánuðina. Námskeiðið er sjálfstætt framhald af byrjendanámskeiðinu sem haldið var 9. október síðastliðinn.

Þar sem þessi viðburður verður eingöngu á efri hæð verður viðgerðaraðstaðan opin félagsmönnum á sama tíma á 1. hæð. Heitt á könnunni og eitthvað gott í gogginn á boðstólnum.

Gísli MarteinnMikið hjólreiðaátak hefur staðið yfir í Reykjavík allt þetta kjörtímabil. Í Grænu skrefunum segir undir yfirskriftinni Göngum lengra, hjólum meira: „Göngu- og hjólreiðastígurinn frá Ægisíðu upp í Elliðaárdal verður breikkaður, upphitaður og vatnshönum þar fjölgað. Göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring ... Merkingar göngu- og hjólreiðastíga munu taka mið af göngu og hjólreiðum sem samgöngumáta."

Stórt skref í þessari baráttu hefur nú verið stigið með því að merkja Suðurgötuna með svokölluðum hjólavísum (sjá myndir hér). Þeir virka þannig að sérstakar merkingar eru málaðar í götuna og gefa bæði hjólreiðamönnum og ökumönnum bifreiða skýr skilaboð um að hjólreiðamenn eigi þarna rétt og það beri að taka tillit til þeirra. Þegar við vorum að undirbúa þessa aðgerð á umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar þurftum við að velja á milli þess að mála sérstakan renning í götuna eða setja þessa vísa niður. Í samráði við Landsamtök hjólreiðamanna (fleiri myndir hér) ákváðum við að setja hjólavísana niður í Suðurgötuna, til að kynna þá fyrir borgarbúum. Annarsstaðar geta aðrar lausnir átt við.

Klúbbhúsið okkar á BrekkustígnumFimmtudaginn 2. október byrjar hreinsunarátak í klúbbhúsinu. Öll aðstoð vel þegin við að fegra húsnæðið að innan sem utan. Hafir þú áuga á að láta gott af þér leiða fyrir klúbbinn er þetta kjörið tækifæri.

SamgönguvikaStofnfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, miðvikudaginn 17. september kl. 20:00. Samtök um bíllausan lífsstíl er þverpólitískt félag fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er. Markmið félagsins er ekki að berjast gegn einkabílum eða bíleigendum, heldur einungis að stuðla að fjölbreyttari samgöngum og berjast fyrir því að jafnræðis sé gætt milli ólíkra samgöngukosta. Skoðið vef þeirra billaus.is.

Það verður líka mikið í gangi á laugardag þegar skipulagðar hjólalestir leggja af stað víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og safna fólki. Hjólalestirnar sameinast svo í Nauthólsvík og hjóla þaðan í hóp að Ráðhúsinu þar sem ýmsir viðburðir eru skipulagðir, eins og Tjarnarspretturinn og Hjólasirkus.

hjólalest Taktu frá laugardaginn 20. september til að taka þátt í hápunkti evrópskrar samgönguviku.

Undirbúningur er í fullum gangi og dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Þar má nefna nokkrar nýjungar, meðal annars munu þátttakendur í hjólalestum frá: Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi njóta léttra veitinga í boði bæjarfélaganna á hverjum stað. Keppt verður í hinum árlega Tjarnarsprett og dagskrá verður í Hljómskálagarðinum.