Kæru félagar. Þá er komið að formlegri lokaferð þriðjudagshjólreiðanna. Við hittumst við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn kl. 19 nk. þriðjudag og hjólum saman yfir götuna yfir til GÁP sem býður okkur í glæsilega grillveislu. Búðin verður opin og aldrei að vita nema einhver góð tilboð séu í boði þetta kvöld. Allir sem hafa komið með í ferðir sumarsins - sem og þeir sem alltaf ætluðu að koma og allir hinir líka, eru hjartanlega velkomnir með okkur í veisluna.

bert bak Kl. 15:00 á Menningarnótt í Reykjavík munu glaðir hjólakappar hittast á miðju Miklatúni og rúlla þaðan saman á reiðhjólum sínum um bæinn. Allir eru velkomnir, endilega bjóðið ykkar fésbókarvinum líka með! Það verður gríðarleg stemning í hópnum. Tónaflóð mun fylgja okkur á leiðinni (eldhress hjólalög) og við hvetjum fólk til að hjóla með bökin ber og skrifa á þau skemmtileg hjólaslagorð. Svo er um að gera að mæta í búningum eða skrautlegum fötum. Mætum endilega á fjölskrúðugum farartækjum (þeir sem eiga), t.d. liggihjóli, tvímenningshjóli, körfuhjóli, hjóli með aftanívagn, með tengihjól o.s.frv.

Myndasýning úr þremur hjólaferðum verður sýnd í stóra salnum í Sambíóinu Álfabakka. Sýning hefst kl. 11:00 f.h. nú laugardag 15. ágúst og stendur yfir í eina klst. Myndirnar munu sýna frá hjólaferðum sem farnar voru um Trékyllisheiði á Stöndum, um Gnúpverjaafrétt á suðurlandi og um Gæsavatnaleið norðan Vatnajökuls austur að Kárahnjúkum.
Allir eru velkomnir, takið með ykkur gesti. Aðgangur ókeypis  

Halli og Mummi

Í kvöld 11/8/2009 verður farið í þriðjudagsferð kl 19:00 frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum eins og venjulega. Stefnan er tekin á Gróttu sem er náttúrulega alveg himneskt svæði, sérstaklega í góðu veðri eins og lítur út fyrir í kvöld. Að þessu sinni verður brugðið útaf vananum og er ætlunin að skella sér í smá sjósund í leiðinni. Undirritaður hefur gert þetta um allnokkuð skeið og mælir hann sérstaklega með sundi af þessu tagi. Nú er bara að taka sundföt og handklæði með í kvöld ! 
Kveðja. Garðar Erlingsson

Opið hús næsta fimmtudag kl 20:00 - 22:00 (eða lengur). Viðgerðaaðstaðan opin og heitt á könnunni. Nokkrir meðlimir klúbbsins hafa mælt sér mót þarna og ætla að koma með hjálparmótora og búnað til að létta mönnum lífið. Hafir þú áhuga á því hvernig má betrumbæta hjólið eða ákveðnar skoðanir ertu sérstaklega velkomin/n. En annars þá er opið hús öllum opið eins og gefur að skilja.

Tryggvi Hjaltason frá Rútsstöðum í Eyjafirði og öflugur þátttakandi í þriðjudagshjólaferðum Íslenska fjallahjólaklúbbsins kemur í klúbbhúsið fimmtudaginn 30. júlí og sýnir myndir úr hjólaferð sem hann fór um Rallarveginn sem liggur í nágrenni Sognsfjarðar, um Harðangursjökulinn og endaði í Voss. Þetta var fjögurra daga hjólaferð og var meira en fjórfaldur aldursmunur á þeim yngst og elsta í hópnum. Tryggvi er fæddur 1938 og hefur hjólað víða um Noreg. Fór m.a. frá Nordkapp til Osló árið 1959 eða fyrir 50 árum síðan.
Það verður kaffi á könnunni og viðgerðaraðstaðan opin. Allir hjartanlega velkomnir.

Næsta þriðjudagsferð Fjallahjólaklúbbsins verður óvissuferð undir leiðsögn Fjölnis formanns. Enginn veit hvað verður, allir eru hvattir til þátttöku og jafnframt skorum við á þá sem þora; að koma með eitthvað óvænt innlegg í ferðina!! Bland í poka - syngja einsöng á völdum stað, koma með jólaseríu á hjólinu sínu eða hvað eina sem fólki dettur í hug og lífgar uppá tilveruna. Þó manni detti ekkert í hug, þá er maður líka velkominn:-)
Lagt af stað frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl. 19.

AfmæliskakanHér eru nokkrar myndir frá 20 ára afmæli Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Boðið var upp á glæsilega afmælistertu og fleira góðgæti. Stofnendur klúbbsins mættu og flestir formenn í gegnum tíðina.

ifhk-tr.gifNæstkomandi fimmtudag 9/7 verður afmæliskaffi í klúbbhúsinu. Fjallahjólaklúbburinn er orðinn tvítugur og er því samkvæmt lögum bæði sjálf og fjárráða. Borðin munu svigna undan glæsilegum kaffiveitingum og er það von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta. Að vanda verður létt stemning í loftinu og er þetta gullið tækifæri fyrir alla klúbbfélaga hittast og kannski þá sérstaklega að hitta stofnfélagana. Að öllum líkindum verða sagðar nokkrar mis vafasamar ferðasögur og er ég illa svikinn ef ákveðnir aðilar ausa ekki úr sínum ótæmandi viskubrunni. Þetta verður bara gaman !

Ortlieb sjópokar og töskur. Framleitt í Þýskalandi. 5 ára ábyrgð! Vatnsþétt, rykþétt, fislétt og níðsterkt.

Bjóðum félagsmönnum 15% kynningarafslátt  í  júli  hjá okkur í Smiðsbúð 6  í  Garðabæ ( sama húsnæði og Hirzlan).

Ortlieb töskur og pokar henta vel til allra ferðalaga, sérstaklega þar sem er mikil bleyta t.d. í báta, sleða og fjórhjólaferðir. Frekari upplýsingar er að finna á  www.vild1.com eða hafið samband í síma 564-5040.

Afgreiðslutímar  í sumar; mánud. – föstudaga  kl. 13 - 18.

Með kveðju, Vild ehf. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Olivier Germain Nú þegar sumarið er komið á Íslandi og flestir búnir að plana eitthvert flakk um landið í sólinni í sumar er hann Olivier Germain í Montreal, Kanada að plana hjólaferð hringinn í kringum Ísland í nóvember 2010. Þetta verður ekki fyrsta ferðin hans um landið því 2007 þræddi hann alla strönd landsins á hjóli. Kíkið á vef hans til að fræðast meir um ferðina og manninn.

skorradalsvatnþað verður ekið frá Reykjavík föstudagskvöldið 19. júní frá klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 kl 18:00 og Árbæjarsafni kl 19:00. að Fitjum í Skorradal og gist. Á laugardeginum verður hjólaður hringurinn í kringum vatnið, farið í sund í Hreppslaug og grillað og leikið um kvöldið. Aftur gist að fitjum og ekið til baka til Reykjavíkur á sunnudeginum. Hægt er að gera þennan hjóltúr að dagshjóltúr ef tími er takmarkaður. Á opnu húsi í kvöld milli kl 20:00 og 21:00 verður kynning á ferðinni í máli og myndum úr síðustu hjólaferð um þessar slóðir.

Þriðjudagskvöldferðin 26. maí verður um Elliðaárdalinn og Laugarnesið. Lagt verður af stað kl 19:00 frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Létt og þægileg fjölskylduferð þar sem áherslan er lögð á að hjóla og njóta þess sem borgin hefur uppá að bjóða. Bjarni Helgason fer fyrir ferðinni og segir frá.

Ferðanefnd.

þriðjudagseftirmiðdaginn 19. maí fer Fjallahjólaklúbburinn fyrir fjölskylduferð frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum kl 19:00. Þessi ferð hentar börnum allt niður í 10 ára.

Nú er komið að hinni árlegu ferð klúbbsins á Nesjavelli. Þetta er fyrsta ferð sumarsins og er oft fyrsta hjólaferðalag þeirra sem taka þátt, því hún hentar sérstaklega vel nýliðum jafnt sem lengra komnum. Frábært tækifæri til að stíga skrefið í góðum hópi og öðlast reynslu í að ferðast á hjóli og læra um leið af öðrum.

Við hittumst 16. maí við Árbæjarsafni klukkan 13:00 og leggjum af stað þaðan. Til skrá sig í gistingu þarf að hafa samband við Nesbúð beint og panta gistingu í síma: 482 3415. Mundu að taka fram að þú sért með Fjallahjólaklúbbnum til að njóta sérkjara sem gengur fyrir hópinn. Tilboð í Fosshótel Nesbúð þessa helgi er:

Í 2. útgáfu af Staðardagkrá 21 fyrir Reykjavík undir heitinu „Reykjavík í mótun“ má lesa um mjög hjólavæn markmið og leiðir að þeim. Staðardagskráin var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 16. maí 2006 en hún var nýlega endurútgefin og ef þið hafið ekki kíkt á hana áður þá er kannski kominn tími til. Okkur finnst kannski stundum hægt ganga í framfara átt en eins og reynslan sýnir getur borgað sig að vanda til verka. Í þessari stefnumótun í átt að sjálfbæru samfélagi í Reykjavík til 2015 koma fram eftirfarandi punktar meðal annars:

Í langri samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs leynast þessar línur sem kannski gefa okkur von um greiðari framtíðarleiðir.

Unnin verði áætlun um sjálfbærar samgöngur í samvinnu við sveitarfélögin, með það að markmiði að draga úr þörf fyrir einkabílinn. Í slíkri stefnu verði almenningssamgöngur um allt land stórefldar og fólki auðveldað að komast leiðar sinnar gangandi eða á reiðhjóli. Almenningssamgöngur verði sjálfsagður hluti samgönguáætlunar. 

Myndir úr leiknum Nú hefur verið dregið úr innsendum þátttökuseðlum í ratleik Íslenska fjallahjólaklúbbsins á Ferðafagnaði 18. apríl sl. Ríflega 70 þátttökuseðlar skiluðu sér í hús og þó nokkuð um að þátttakendur væru að hjóla endastöðva á milli, sem teygði sig yfir 50 km á milli Ástorgs í Hafnarfirði og Korpúlfsstaðagolfvallar í Reykjavík. Svo þeir hafa líklega fengið sér 70 - 80 km hjólatúr yfir daginn með því að koma sér til og frá heimilum sínum.

Þriðjudagskvöldferð Það er ánægjulegt að upplifa gróskuna í starfi klúbbsins og oft í viku er eitthvað að gerast á vegum hans.
Þriðjudagsferðirnar hófust í bongóblíðu og með góðri mætingu við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Reykjavík í gærkvöldi. Það voru hátt í 30 manns sem hámuðu í sig nýbakaðar vöfflur í klúbbhúsinu eftir að hafa hjólað Fossvoginn vestur í bæ.
Næsta þriðjudag verður lagt upp frá sama stað á sama tíma; kl. 19 og farinn Breiðholtshringur og síðan halda ferðirnar áfram vikulega fram á haust.