Kæru
félagar. Þá er komið að formlegri lokaferð þriðjudagshjólreiðanna. Við
hittumst við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn kl. 19 nk. þriðjudag og
hjólum saman yfir götuna yfir til GÁP sem býður okkur í glæsilega
grillveislu. Búðin verður opin og aldrei að vita nema einhver góð
tilboð séu í boði þetta kvöld. Allir sem hafa komið með í ferðir
sumarsins - sem og þeir sem alltaf ætluðu að koma og allir hinir líka,
eru hjartanlega velkomnir með okkur í veisluna.