Í síðustu viku var hafist handa við framkvæmdir í klúbbhúsinu. Verið er að vinna við uppsetningu á nýrri eldhúsaðstöðu og endurskipulagningu í húsnæðinu á báðum hæðum.

Rífandi gangur er í verkinu og miðar því vel. Hafir þú skoðun á því hvernig húsnæðið ætti að vera mátt þú gjarnan leggja okkur lið í þessari vinnu.

Nokkrar ferðir hafa verið farnar með rusl  sem hefur safnast upp í gegnum tíðina. Margir nýir eru í húsnefndinni – það er því ekki augljóst hvað er rusl og hvað er í viðgerð eða eigu klúbbfélaga.

Þeim tilmælum er því hér með komið til skila að forða hjólum og öðrum hlutum sem eru í einkaeigu frá því að lenda í ruslinu og vera hent. Hjól og hjólahlutir sem ekki eru merktir með nafni og símanúmeri verðá álitnir eign klúbbsins og hent eða ráðstafað til þeirra sem óska. Frestur er aðeins ein vika þar sem álíka viðvörun hefur verið gerð áður.

Húsnefnd.

Eftir gott frí yfir hátíðirnar höldum við veglegt kaffihúsakvöld fimmtudaginn 7. janúar kl 20 í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. Það er að fétta af störfum klúbbsins að ferðanefndin og húsnefndin eru að setja saman dagskrá fyrir árið 2010 og verður hún gefin út fljótlega.

hjólasveinninnÍslenski fjallahjólaklúbburinn er kominn í jólafrí. Þar af leiðandi verður ekki opið hús næstu tvö fimmtudagskvöld, 24. og 31. desember. Næsta opið hús 7. janúar 2010 sem verður kaffihúsakvöld eins og okkur einum er lagið ásamt því að dagskrá húsnefndar 2010 verður mótuð og gefin út.

Stjórnin óskar félagsmönnum gleðilegra jóla og sendir jafnframt sólstöðukveðju.

Aðventukvöld verður haldið 3. desember í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 kl 20:00 til 22:00. Boðið verður uppá myndasýningu og vöfflur í sparifötum, en það köllum við vöfflur sem bornar eru fram með úrvali af: sultum, hlynssýrópi, rjóma, ís og berjum. Úrvalseðalkaffi eftir sérpöntunum hvers og eins og hátíðlegt andrúmsloft. Meðlimir úr Hjólaklúbb Skýrr koma í heimsókn og segja frá klúbbnum og Svíþjóðarferð þeirra og þátttöku í Vätternrunden keppninni sem er hjólakeppni í kringum Vätteren stöðuvatnið um 300km leið. Þetta er gríðarlega fjölmenn keppni og er gert ráð fyrir að keppendur á næsta ári verði yfir 20.000 manns og þar á meðal kapparnir frá Skýrr sem fóru fyrrnefndan leiðangur.

Allt bendir til einmuna veðurblíðu næsta laugardag 21/11/2009 svo ferðanefnd ætlar að nota tækifærið og standa fyrir hjólaferð frá Uxahryggjum til Reykjavíkur.
Lagt verður af stað á bílum frá Klúbbhúsinu kl. 10:00 á laugardagsmorgun. Stutt stopp verður  hjá Orkunni við Kringluna og Select á Ártúnshöfða. Einnig verður hægt að taka fólk upp í Mosfellsbæ ef þess er óskað.
Hjólin verða sett á kerru. Ekið verður sem leið liggur upp að gatnamótum Kaldadals og Uxahryggja og hjólað um Þingvelli í bæinn. Vegalengd er ca 75. Km. Björgvin sér um skráningu í síma 6626440 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Aðeins 13 manns komast í þessa ferð og þáttökugjald er 1500 kr.
Fólk er minnt á að það er mun kaldara á þessum slóðum en á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er talið nauðsynlegt að fólk hafi með sér nesti og eitthvað heitt á brúsa.

Að venju verður opið hús á Brekkustígnum fimmtudaginn 19. nóvember með kaffi og kruðiríi. Að auki munu nokkrir félagar koma og sýna heimasmíðuð ljós og hvernig maður getur bjargað sér góðri byrtu á ódýran hátt. Bæði LED og halogen pælingar fullkláraður búnaður og eins það sem er í smíðum.

Við vekjum athygli á þessum morgunfundi og hvetjum alla til að mæta og taka þátt í umræðunum:

Morgunfundur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, 19. nóvember kl. 08.30-10.00

  • Nýtt aðalskipulag. Ávarp. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs

  • Borgarskipulag og samgöngur. Haraldur Sigurðsson, verkefnisstjóri

  • Betri samgöngur. Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri

  • Umferðaröryggi. Stefán Finnsson, verkfræðingur

  • Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur. Pálmi Freyr Randversson, verkfræðingur

  • “Eftir hverju er verið að bíða”. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur, í stjórn Samtaka um bíllausan lífsstíl

  • Umræður

Fundarstjóri. Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri
www.adalskipulag.is

Örninn býður á konukvöld og næsta dag á eftir - á karlakvöld. Tilkynnið þátttöku f. 21. nóv.
Verslunin Örninn býður fyrst öllum áhugakonum um hjólreiðar á kynningu í búðinni miðvikudaginn 25. nóvember kl. 20.
Svo býður Örninn öllum áhugakörlum um hjólreiðar á kynningu í búðinni fimmtudaginn 26. nóvember kl. 20.
2010 línan verður kynnt ásamt vetrarfatnaði, dekkjum, hnökkum og fl. Fyrir byrjendur og lengra komna.
Vinsamlegast tilkynnið skráningu til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 21. nóv. Velkomið að bjóða með sér gestum.

Kæru félagsmenn og áhugamenn um það sem við gætum gert á hjólum sumarið 2010. Dagskráin á Brekkustígsbaðstofuloftinu fimmtudaginn 12. nóv. er tileinkuð tillögum og undirbúningi að öllu mögulegu sem við getum bryddað upp á og staðið fyrir á sumri komanda. Við byrjum kl. 20 og skoðum helstu dagsetningar á þekktum viðburðum eins og Hjólað í vinnuna, Bláa lónsþrautinni, Samgönguviku og fl. Er eitthvað sem við getum bætt við? Hjólalest í Reykjavík? Hjólalest á landsvísu? Verður Hjólað berbakt á menningarnótt? Allir sem vilja segja frá viðburðum sem þeir vita af, mega deila með okkur. Allir sem hafa áhuga á að fá fleiri með sér í að koma hugmyndum í framkvæmd, eru hvattir til að mæta. Klúbburinn er einmitt fólkið sem byggir hann. Komum, spáum og hjólum til framtíðar. Þeir sem vita nú þegar að þeir vilja fá framsögu með sín mál, sendið endilega um það póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Það verður kaffi á könnunni og viðgerðaraðstaðan opin á verkstæðinu.

Bkv.
Sesselja Traustadóttir

Nú er ferðanefndin tekin til starfa. Vinna við undirbúning ferða næsta árs er hafin. Það væri gott að heyra frá félagsmönnum hvernig ferðir og hvert nefndin ætti að hafa að leiðarljósi við undirbúninginn. Svarið endilega skoðanakönnuninni á forsíðunni.

Nefndin hefur verið að ræða nokkrar útfærslur, sem eru:

Það er afar mikilvægt að vera alltaf sýnilegur í umferðinni. Bæði þarf hjólreiðafólk að staðsetja sig á götunni eftir aðstæðum og nú þegar dagarnir styttast þarf sérstaklega að gæta að ljósabúnaðinum á hjólunum. Það þarf alvöru ljós, ljós sem gera hjólið sýnilegt og áberandi í umferðinni og duga þá ekki dauf skrautljós. Meðfylgjandi er ályktun Umferðarráðs:

Fimmtudaginn 8. október verður haldið hið árlega vetrarundirbúningsnámskeið þar sem Magnús Bergsson sjálfur mun deila reynslu sinni með okkur. Er virkilega hægt að hjóla allan veturinn? Hvað þarf til að geta hjólað að vetrarlagi? Geta allir hjólað í hálku? Þola dempararnir kuldann? Frýs ekki keðjan? Hvað er hamingja? Hver er tilgangur lífsins? Öllum þessum spurningum verður svarað, öllum þínum spurningum varðandi hjól + vetur og miklu fleirum til. Námskeiðið er ókeypis og frítt inn á meðan húsrúm leifir.

Gísli Marteinn

Fimmtudaginn 24. sept. kl. 20, mun borgarfulltrúinn og hjólreiðamaðurinn knái, Gísli Marteinn heimsækja Íslenska fjallahjólaklúbbinn. Gísli fer fyrir Hjólreiðanefnd Reykjavíkur sem er eina nefndin sem hann sleppti ekki úr höndum sér á meðan á námsdvöl hans stóð í Edinborg.

Nú er Gísli mættur aftur til fullra starfa sem borgarfulltrúi, sprækur sem lækur og mætir hjólreiðamönnum ÍFHK á baðstofuloftinu til samtals og skoðananviðrana að Brekkustíg 2.

Gísli Marteinn mun segja frá störfum Hjólreiðanefndarinnar, tala almennt um hjólreiðamál í borginni og sína framtíðarsýn á hjólaborgina Reykjavík. Auk þess óskar hann eftir góðu samtali og samstarfi við hjólreiðamenn um það sem þarf að gera til þess að efla hjólreiðar á Höfuðborgarsvæðinu.

Það verður heitt á könnunni að vanda og hver veit nema Fjölnir baki nokkrar vöfflur fyrir gesti og gangandi. Viðgerðaraðstaðan opin á neðri hæðinni. Allir velkomnir!

 

Fjallahjólaklúbburinn óskar eftir ferðasögum til byrtingar á netinu og í fréttabréfinu Hjólhestinum. Ferðasögur, greinar, pistlar eða annað ritað efni óskast einnig,

Sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fimmtudaginn 10 sept. var haldið svokallað kompukvöld sem heppnaðist vonum framar. Markmiðið er eins og áður hefur komið fram að félagsmenn og aðrir geti komið með hjólagræjur af öllum toga og selt eða skipt. Rúnar í Markinu kom með landburð af allskonar dóti allt frá dekkjum til dempara og allt þar á milli. Það var mikið gramsað og pælt og seldist víst meginþorrinn af öllum dásemdunum. Arnaldur stóð styrkur á kantinum með rjúkandi eðalkaffi sem hann töfraði fram úr himinblárri kaffivél. Nokkuð var um viðgerðir á reiðhjólum á neðri hæðinni og er alltaf nóg af höndum til þess að aðstoða við stórt eða smátt. Margt spennandi er á döfinni m.a. undirbúningsnámskeið fyrir vetrarhjólreiðar þar sem verður farið ítarlega í val á nagladekkjum, ljósum, fatnaði og fleira...fylgist því vel með á næstunni.

Núna á fimmtudaginn verður haldið kompukvöld í klúbbhúsinu milli kl 20:00 og 22:00. Kompukvöld var síðast haldið í klúbbhúsinu fyrir ári síðan og því orðið löngu tímabært að endurtaka það.

Kæru félagar.
Það er búið að ákveða óvissuferð haustsins. Hún verður farin 12. og 13. sept. nk. 40 km á lau. og 45 km á sun. Algjörlega sjálfbær... samt einn trússbíll sem tekur svefnpokana og matinn. Kostnaður max 3000 kr. á fullorðinn, minna fyrir börn. Trúss, gisting, kvöldmatur og hafragrautur á sunnudagsmorgninum. Hjólað alla leið. Gisting í afdölum;-)

pizzurUm 30 manns voru í pizzuveislunni sem haldin var 22. ágúst þeim til heiðurs sem buðu fram aðstoð sína við framkvæmd Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Garðar Erlingsson skipulagði hlutverk hvers og eins og þökkum við honum kærlega fyrir sérlega vel unnið starf.