Klúbbhúsið Brekkustíg 2Íslenski Fjallahjólaklúbburinn verður með opið klúbbhúsið sitt fyrir alla á meðan að Hjólað verður í vinnuna. Allir eru velkomnir að hjóla við á Brekkustíginn og skoða aðstöðuna, njóta leiðsagnar félaga ÍFHK um hjólið og fá sér kaffisopa. Aðstaðan að Brekkustíg 2 verður opin alla virka daga frá kl. 17 - 20. Á fimmtudagskvöldum verður opið fram eftir kvöldi.

Ef það skyldi hafa farið framhjá nokkrum manni þá stendur yfir átakið Hjólað í vinnuna. Fimmtudaginn 6.maí kemur Kristín frá ÍSÍ og svarar spurningum ásamt því að fara yfir smá tölfræði um þróun keppninnar í gegnum árin. Að sjálfsögðu verður viðgerðaaðstaðan opin og heitt á könnunni. 

Húsið er opið milli kl 17:00 og 22:00 og verður Jóna á staðnum um kl 20 til 22.

Húsnefnd.

 

David Robertson kemur í klúbbhúsið og heldur fyrirlestur um hjólamenningu Lundúna, starfssemi Kriacycles og hvernig maður getur gert upp eldri hjól með glæsibrag og litlum tilkostnaði.

Þess má geta að Kriacycles hafa nýverið fengið umboð fyrir Specialized hjól og eru menn stórhuga með framtíðina.

Húsið opnar kl 20:00 með léttum veitingum. kl 20:20 hefst svo sjálfur fyrirlesturinn. Frítt inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leifir.

Húsnefnd

banff Banff fjallamyndahátíðin verður haldin mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. apríl. Þetta eru sem sagt tvö kvöld og sýndar verða mismunandi myndir hvorn dag. Dagskrána má finna hér neðar í fréttinni.

Sýningarnar verða í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 og hefjast þær stundvíslega klukkan 20:00. Miðaverð á hvort kvöld er 1.000,- kr. fyrir félaga í Ísalp (framvísið félagsskírteini) en 1.200,- kr. fyrir utanfélagsmenn. Ef keyptir eru miðar á bæði kvöldin í einu eru þeir á 1.600,- kr. fyrir félagsmenn og 2.000,- kr. fyrir aðra.

Við vonumst til að sjá sem flesta og eins og alltaf stólum við á að félagar láti orðið berast og auglýsi hátíðina sem víðast. Dagskráin er fjölbreytt og því eitthvað að finna fyrir allt áhugafólk um útivist og jaðarsport.

Með vorkveðju, Stjórn ÍSALP

Sesselja TraustadóttirVor 2010, skólar á höfuðborgarsvæðinu, hraustir krakkar, fallegt land og skemmtilegar ferðaleiðir. Vegna alls þessa ákváðu Hjólafærni á Íslandi og SEEDS að bjóða öllum unglingadeildum á höfuðborgarsvæðinu að hjóla með í vorferð í Bláfjöll árið 2010.

Ársþing LHM var haldið fimmtudaginn 25. febrúar í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2. Dagskrá var hefðbundin samkvæmt lögum félagsins. Fundargerð verður sett á vef LHM.

Meðal annars kynnti Morten Lange formaður ársskýrslu stjórnar og lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar fyrir LHM og verkefnið Hjólafærni.

Gerðar voru nokkrar lagabreytingar. Breytingarnar eru kynntar á vef LHM ásamt nýjum lögum.

Sumardagurinn fyrsti er á næsta fimmtudag 22. apríl, Hjólreiðafélag Reykjavíkur ætlar að hafa veglega æfingu af því tilefni og leggja saman sam-hjól og vera með Samhjól á sumardaginn fyrsta, hjóla í Nesbúð á Nesjavöllum.  Komdu með !

sjá nánar   ->

Viðgerðanámskeið verða haldin í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. Það fyrsta verður 8 apríl og hin tvö 15 og 22. Farið verður í stillingar á helsta búnaði reiðhjólsins sb gírum,bremsum,gjörðum auk almennrar umhirðu. Væntanlegir þáttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig hjá Garðari This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Mælst er til þess að þáttakendur komi með sín eigin hjól því að þá er auðvelt að fá ráðleggingar varðandi ástand þeirra. Kaffi og meðlæti verður að sjálfsöðu borið fram á baðstofuloftinu.
 
 
Húsnefnd.

billaus-isiReiðhjólið
- besta farartæki borgarinnar!

Opinn fundur um hjólreiðamál
Þriðjudaginn 30. mars 2010 kl. 20:00
í Sal E, 3. hæð í húsi 4 hjá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands, Engjavegi 6

Fundurinn skiptist í 3 stutt erindi, fyrirspurnir og almenna umræðu


Það eru ýmsar leiðir til að skipuleggja hjólaferðalagið. Vefurinn www.bikemap.net er bráðskemmtilegur vefur sem einfaldar hjólreiðafólki að skipuleggja ferðalagið, finna hjólaleiðir og reikna út vegalengdir. Vefurinn byggir á Google maps og er mjög þægilegur í notkun. Hægt er að teikna sínar eigin leiðir inn á kort og deila með öðrum til dæmis á Facebook.

Fimmtudaginn 25. kl 20:00 til 22:00 munu Íslandsvinir kynna ferð sem farin verður í sumar um Gardavatnið á Ítalíu og Fjallakofinn kynnir vandaðan hjólafatnað fyrir íslenskt veðurfar.  Áður auglýst Voffakvöld fellur niður.
 

Karlakvöld verður í klúbbhúsinu fimmtudaginn 18 mars. Á þessum kvöldum eigum við karlarnir djúpar samræður um reiðhjól, varahluti,harðjaxlaferðir og þeir djörfustu munu sýna líkamsör úr svaðilförum fyrri tíma. Sýnd verður myndin The law of fives eða fimm háskólagráður eins og gárungarnir vilja kalla hana. Við munum einnig vera með svona mini kompukvöld þar sem menn geta selt auka og varahluti. Viðgerðaaðstaðan verður opin og heitt á könnunni.
P.s Þann 25 var aulýst voffakvöld, það fellur niður. Verið er að skipuleggja nýjan viðburð.

Núna á fimmtudaginn 11. mars kl 20 til 22 verður haldið hið sívinsæla Kompukvöld. Eins og áður eru þessi kvöld ætluð til sölu á hjólabúnaði ýmiskonar. Hefur þessi uppákoma mælst afar vel fyrir og hefur  fólk gert góð kaup svo ekki sé meira sagt. vantar þig afturskipti, dempara eða hjólaskó ? Kanski verður heppnin með þér á fimmtudaginn? Kaffi á könnunni og að sjálfsögðu er viðgerðaraðstaðan opin. Ný og betri aðstaða á baðstofuloftinu, sjón er sögu rikari.
 
Ef þú átt hjóladót eða búnað sem þú notar ekki, endilega komdu með það með þér. Aldrei að vita nema þú finnir kaupanda
 
Húsnefnd.

Það hefur verð talað um það um nokkurt skeið að gaman væri að félögin og klúbbar myndu hjóla saman fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Næstkomandi sunnudag 7. mars förum við fyrstu ferð.

Sjá nánar:

Nýr og endurbættur vefur Landssamtaka Hjólreiðamanna er kominn í loftið. Hafsjór af fréttum, fróðleik, greinum og skemmtilegheitum. www.lhm.is  kíktu á hann.

 

Opið hús verður kl 20:00 til 22:00 að Brekkustíg 2 fimmtudaginn 4. mars.

Alvöru kaffihúsastemming og veglegt meðlæti í tilefni þess að ný eldhúsaðstaða er tekin í notkun.

Pétur Þór Ragnarsson hjólakappi heldur fyrirlestur um næringu hjólreiðamanna út frá æfingum, keppnum og ferðalögum. Hvað ber að hafa í huga og hvað ber að varast. Algengar mýtur og ranghugmyndir. Spurningum svarað og umræður á eftir.  Pétur hefur undanfarið tvö ár skotist upp á stjörnihimininn og er meðal bestu hjólreiðamanna á Íslandi í dag.

 

Húsnefnd.

Vegna framkvæmda í eldhúsaðstöðu og á loftinu verður ekki opið hús með sama hætti og venjan er. Einungis verður neðri hæðin opin og aðgengi að viðgerðaaðstöðunni.  Búast má við áframhaldandi framkvæmdum næstu viku og er óvíst að næsta fimmtudagskvöld verði heldur opið hús. Fylgist því með hérna á heimasíðunni því það verður tilkynnt um leið og framkvæmdum lýkur.

Húsnefnd.

Ársþing LHM verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar næstkomandi kl. 20:30 í klúbbhúsi ÍFHK Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Húsið opnar kl. 20:00

Stjórnin hefur skipað þriggja manna kjörnefnd sem gerir tillögu til ársþings um menn í stjórn, varastjórn og sem endurskoðendur. Kjörnefndina skipa Sesselja Traustadóttir, Árni Davíðsson og Magnús Bergsson.

Hver sá sem vill gera tillögu um menn til kjörs í stjórn, varastjórn eða sem endurskoðendur ætti að senda kjörnefnd eða  stjórn LHM tillögu þess efnis sem fyrst með fullgildu samþykki viðkomandi. Kjörnefnd skilar stjórninni tillögum sínum eigi síðar en viku fyrir ársþing.

Fræðsluerindið mun felast í því að leggja fram og ræða tillögu að endurnýjaðri samantekt á sameiginlegum baráttumálum LHM og aðildarfélaga þess og forgangsröð þeirra. Tillögur má senda beint á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Stefnt er að því að kynna drögin á vef lhm.is fyrir fundinn.

Stórir hlutir eru að gerast hjá Reykjavíkurborg og er mikils að vænta á næstu árum í bættri aðstöðu fyrir hjólreiðafólk, enda löngu tímabært.

Fimmföldun á hjólaleiðum í Reykjavík á næstu fimm árum, tíföldun á næstu tíu árum, hraðbraut fyrir hjól milli Laugardals og miðborgar og brú yfir Elliðaárósa – eingöngu fyrir gangandi og hjólandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrstu hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var nýlega í umhverfis- og samgönguráði.