Samkvæmt venju kemur Hjólhesturinn, árlegt tímarit Fjallahjólaklúbbsins, sem kemur út í mars og enn er opið fyrir aðsent efni. Efnið má vera tengt starfsemi klúbbsins eða bara hjólamenningu almennt, hvort sem það eru ferðalög á reiðhjólum eða reynslan af notkun reiðhjólsins í daglegu lífi og sem samgöngutæki. Við látum aðra um að fjalla um keppnissportið.

Endilega sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið eruð með hugmyndir af efni. Skilafrestur er út febrúar.

Það verður hóflega hjólað en hraustlega tekið til matar og drykkjar.  Heiti potturinn óspart notaður og þeir sem vilja kynna sér innri viði Fjallahjólaklúbbsins eru hvattir til að taka þátt. 

Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins sem auglýstur var haldinn 20. janúar 2022, frestast vegna samkomutakmarkana. Það verður opið hús í staðinn og við auglýsum nýja dagsetningu á aðalfundi þegar takmarkanir breytast, vonandi um miðjan febrúar..

Jafnframt er auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við ætlum að storma til Vestmannaeyja. Þeir geta ekki stoppað okkur öll!

Formleg hjólaferð hefst á laugardaginn 14 ágúst kl 11:00 (þeir sem komast ekki á föstudag geta tekið daginn snemma og náð ferju í tíma) og við munum hjóla upp á Stórhöfða, út í dal, inn í bæ, upp á fjall og kannski kíkja inn í safn. Flestir gista á tjaldsvæðinu, enda mjög góð inniaðstaða þar.

10. ágúst verður lengri kvöldferð, þá hjólum við frá Mjódd upp í Mosfellsbæ í vöfflukaffi heima hjá Geir sem hefur tekið á móti okkur undanfarin ár með miklum myndarskap.  Það verður myrkur á heimleiðinni og því mikilvægt að vera með ljós að framan og aftan og endurskin.  Brottför frá Landsbankanum 19:30.

Við ætlum að fresta opnu húsi og hafa grillpartý föstudaginn 4 júní. Grillið verður klárt kl 19:00 og eftir það getum við sest upp á baðstofuloft, sagt hjóla- og hreystisögur. Pylsur og gos í boði Fjallahjólaklúbbsins en það má taka með sér veigar, ef fólk vill drekka eitthvað annað. Ef einhver á gítar eða önnur hljóðfæri má kippa þeim með. Aldrei að vita nema okkur takist að skapa brekkustemmingu í stiganum upp á loft. Væri ekki svolítið gaman að bregða sér í betri fötin og lyfta Klúbbhúsinu á virðulegra plan. Hjólaföt samt alveg í lagi sko.

Helgina 12.-13. júní verður farið í helgarferð á Snæfellsnes.  Hver og einn velur gistingu, en flestir verða á tjaldsvæðinu.  Einhverjir mæta á föstudagskvöldi, aðrir beint í hjólaferðina á laugardegi.

Á laugardag hjólum við um Berserkjahraun. Lagt af stað frá Stykkishólmi kl 10:00 Leiðin er að mestu á malarvegi og hægt að velja um 40 eða 60 km hjóladag. Í lok dags förum við í sund á Stykkishólmi. Síðan verður kvöldvaka á tjaldsvæðinu, en þar verður gist í tjöldum. Gítarar velkomnir.

Framundan er helgarferð um ægifagurt landsvæði.  Lagt af stað laugardaginn 22 maí kl 11:00 frá Olís Bensínstöðinni við Norðlingaholt.  Hjólað eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg.  Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns, þar sem gist verður í góðum bústað með heitum potti.  Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki.  Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer.  Rafmagnsreiðhjól gæti verið góður kostur. 

Vegna covid er dagskráin gefin út með fyrirvara.  Við munum hlíta ráðleggingum Landlæknis og sóttvarnayfirvalda, ferðir verða farnar eða hætt við, allt eftir því hvernig ástandið í veirumálum verður vikurnar á undan.  Við munum gefa út nákvæmari lýsingu á hverri ferð þegar nær dregur.

Það hefur kólnað jafnt og þétt í Klúbbhúsinu í gegn um árin, en við höfum bætt það upp með gasofnum og hitablásurum.  Í október var skellt í lás þegar ástandið í covid málum fór versnandi hérlendis.  Var engin starfsemi í 4 mánuði.  En þegar við ætluðum að opna aftur í janúar, þá búmms, gaf sig heitavatnslögn eða ofn eða eitthvað og sjóðandi heitt vatn flæddi um gólf og gufa þéttist í loftinu sem lak síðan niður með veggjunum, ofan á húsgögn, pappír, tímarit og bæklinga sem voru á efri hæðinni.

Íslenski Fjallahjólaklúbburinn hefur hlotið styrk uppá kr 450.000.- í verkefninu: Vorviður. Vorviður er átaksverkefni í loftslagsmálum og landnýtingu sem gerir félagasamtökum kleift að taka land í fóstur og græða það skógi.

Þessi Hjólhestur markar ákveðin tímamót því þrjátíu ár eru frá því fyrsti Hjólhesturinn kom úr. Klúbburinn var orðinn tveggja ára þegar útgáfa Hjólhestsins hófst en hann var sprækur, því sum árin kom hann út fimm sinnum. Blöðin voru allt frá 68 bls.niður í að vera svo lítil að vera bara kölluð „laufblöð“.

Langar þig að sjá eldgosið í Geldingadal með berum augum?  Við ætlum að fara á miðvikudaginn 24.3.2021 og stefnan er að taka því rólega svo að sem flestir geti komið með.  Ef þörf er á verður hópnum skipt upp eftir getu.

Fimmtudaginn 25 mars ætlum við að hittast í Klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 og pakka Hjólhesti og skírteinum í umslög.  Ef fólk hefur tök á að bera út í 1-2 hverfum væri það vel þegið.  Það verða pizzur og gos í boði kl 19:00 og svo hefjumst við handa við pökkunina kl 20:00  Venjulega höfum við lokið því kl 21:00.  Þeir sem taka sér útburð hafa viku til þess arna.  Allir eiga að vera búnir að fá sitt umslag fyrir 1 apríl.

Aðalfundur ÍFHK var haldinn 25. febrúar 2021 eftir frestun vegna Covid takmarkana á samkomum. Gekk hann vel fyrir sig, reksturinn er með ágætum, fjöldi félagsmanna nokkuð stöðugur og hugur í fólki að vera með öfluga starfsemi á árinu.

Kæru félagar. Nú líður að endurnýjun árgjalds en 2020 skírteinin gilda út mars. Við munum stofna kröfur 22 febrúar, en ef einhver hefur tök á að leggja beint inn á okkur fyrir þann tíma væri það frábært. Sparar okkur stofn- og greiðslugjöld krafna. Reikningur 0515-26-600691 og kennitala 600691-1399. 2.500 kr. fyrir einstaklinga eða 3.500 kr. fyrir fjölskyldur. Þeir sem gengu í félagið (nýjir eða eftir hlé) í nóvember 2020 eða síðar þurfa ekki að greiða 2021 árgjald.

Venju samkvæmt hefst vinna við árlega tímaritið okkar Hjólhestinn núna í upphafi árs og auglýsum við hér með eftir efni. Það er laust pláss fyrir ýmisskonar pistla, ferðasögur, reynslusögur úr starfi klúbbsins og allskonar. Við látum samt aðra að mestu um að fjalla um keppnissportið.

Það væri t.d. gaman að heyra frá einhverjum sem byrjaði nýlega að nota hjólið sem samgöngutæki og heyra hvað dreif viðkomandi af stað og hver reynslan hefur verið. Það má líka fjalla um ferð með klúbbnum eða aðrar skemmtielgar hjólaferðir.

Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins sem átti að halda 15. október frestaðist vegna covid en verður haldinn 25. febrúar 2021, kl 20 að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stórn klúbbsins geta haft samband í netfangið ifhk@fjallahjolaklubburinn.is

Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins sem átti að halda 15. október frestast vegna covid og verður ný dagsetning auglýst síðar.

Opið hús fellur niður á næstunni samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda.