Breyting var gerð á tollalögum sem fellir niður tolla á reiðhjólum frá og með 1. mars 2013 en  10% tollur hefur verið á reiðhjólum frá löndum utan EES.

Hjálmar og ljós á reiðhjól bera engan toll en áfram er 10% tollur á varahlutum og íhlutum á hjól eins og t.d. dekkjum, slöngum, hnökkum, teinum, gjörðum, gírum, bremsum o.s.frv. LHM mun áfram vinna að því að felldir verði niður tollar á þessum hlutum. Meðal annars er LHM aðili að vinnuhóp um áratug aðgerða í umferðaöryggismálum á vegum innanríkisráðuneytisins og þar er unnið að tillögum að niðurfellingu tolla á öryggisbúnaði eins og t.d. bremsum.