Í byrjun árs var tekin ákvörðun hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar að fallast á óskir LHM um að hætta að skipta sameiginlegum göngu- og hjólreiðastígum með línu. Það mun þó taka nokkurn tíma að fjarlægja skilti og má af það sem málað hefur verið.

Þessi skipting hefur valdið því að fólk hefur neyðst til að stunda hægri og vinstri umferð til skiptis, hjóla yfir óbrotnar línur, sem ekki er leyfilegt, því öðruvísi er ekki hægt að mætast á ræmunni sem ætluð var hjólum. Þessir stígar eru allt of þröngir til að hægt sé að skipta þeim og því mikið öryggi af því að notast bara við hina almennu hægrireglu á stígunum sem annars staðar.