Páll Guðjónsson LHM hefur reynt að miðla fréttum af áformum um framkvæmdir fyrir hjólafólk á vef sínum lhm.is og hefur undanfarið frést af nýjum göngubrúm og stígum allt frá Mosfellsbæ að Grindavík og í kringum Mývatn. Stærstu áformin eru líklega hjá Reykjavíkurborg sem ætlar að leggja hjólastíg frá Hlemmi meðfram Laugavegi og Suðurlandsbraut og með nýjum brúm allt inn í Bryggjuhverfi. Framan af verður umferð gangandi og hjólandi aðskilin. 

Sérstök umferðarljós á hjól verða á nokkrum gatnamótum og leiðin yfir gatnamót gerð greiðari en þó ekki alltaf bein eins og þykir sjálfsagt fyrir önnur ökutæki. Hér má sjá nánari upplýsingar um endurbæturnar frá Elliðaárósum að Hlemmi. Hætt var við undirgöng sem áttu að vera undir Reykjaveg og sjást á teikningunum. 

Hjólhesturinn, mars 2012