rvk-hjolavisarJHJ_044cr.jpg Fimmtudaginn 26. jan verður opið hús þar sem góðir gestir frá Reykjavíkurborg mæta og hafa framsögu um hjólreiðar í borginni. Þetta eru Karl Sigurðsson formaður umhverfis- og samgönguráðs, og varaformaður ráðsins, Kristín Soffía Jónsdóttir. Þau ræða stefnu borgarinnar í hjólreiðamálum og hvernig þau sjá fyrir sér framtíðarskipulag samgöngumála þar sem saman fara ólíkir samgöngumátar. Og sitthvað um snjómoksturinn góða.  Við vonumst til að sjá sem flesta og nú er tækifærið til að spyrja fulltrúana út í málin.

Af þessu tilefni má minna á að hlusta má á framsögu og horfa á glærur Dags B. á ráðstefnu LHM síðasta haust þar sem hann kynnti ýmisar nýjar áherslur hjá Reykjavíkurborg. Allar glærur og hljóðupptökur má nálgast hér áf vef Landsamtakanna: Hjólum til framtíðar, ráðstefna um eflingu hjólreiða til samgangna