FÁ

Það er vaxandi skilningur meðal stjórnenda fyrirtækja og stofnana á því að því fylgir mikill kostnaður að bjóða uppá og halda við bílastæðum fyrir einkabílinn og að eðlilegt sé að hvatningarkerfi sé komið á laggirnar til að minnka bílastæðaþörfina. Lesið hér Samgöngustefnu FÁ og Samgöngusamning sem skólinn bíður starfsmönnum sínum. Nú eru bílastæðin við skólann aðgangsstýrð. Nemendur sem vilja bílastæði þurfa að sækja um aðgang og greiða 8000 kr. fyrir haustönn. 

Samgöngustefna FÁ

Vegna aukins umferðarþunga í borginni, aukins svifryks, og alþjóðlegs átaks til að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda hvetur FÁ nemendur jafnt sem starfsmenn til að nota annan ferðamáta en einkabílinn til að sækja vinnu eða skóla. Þannig stígur skólinn enn eitt skref í þá átt sem hófst með inngöngu skólans í Grænfánaverkefnið haustið 2005. Í ljósi þess og að skólinn er heilbrigðisskóli, er eðlilegt að hann sýni gott fordæmi í að breyta ferðavenjum og reyni að stemma stigu við vaxandi mengun sem er orðin að alvarlegasta heilbrigðisvandamálinu í dag. Enn fremur fylgir því kostnaður fyrir skólann að bjóða uppá og halda við bílastæðum fyrir einkabílinn og er eðlilegt að hvatningarkerfi sé komið á laggirnar til að minnka bílastæðaþörf skólans. Fjölbrautaskólinn við Ármúla vill því gera samgöngusamning við starfsmenn sína með ofangreind atriði í huga.

Samgöngusamningur

FÁ greiðir andvirði strætókorts til þeirra starfsmanna sem að jafnaði ganga/hjóla til vinnu eða koma með öðrum í bíl. Andvirði strætókorta fyrir hverja önn verða greidd í upphafi annar.
Til að auðvelda starfsmönnum að nýta sér vistvæna ferðamáta til/frá vinnu mun skólinn endurgreiða leigubílakostnað ef starfsmaður þarf óvænt að ferðast í einkaerindum á vinnutíma, t.d. vegna veikinda barna.
FÁ mun útvega yfirbyggða aðstöðu fyrir reiðhjól fyrir utan skólann og mun koma upp sturtuaðstöðu fyrir þá starfsmenn sem eru á hjólum.

Skoðið nánar á vef