Nú er mikilvægt að sem flest hjólreiðafólk sjái sér fært að mæta í klúbbúsið að Brekkustíg 2 n.k. fimmtudag kl. 20:00.

Kynntar verða hugmyndir um fyrirhugaða hjólreiðabraut milli Reykjavikur og Hveragerðis í máli og myndum. Að ýmsu ber að hyggja og er mikilvægt að stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna fái skýr skilaboð um hvað sé vilji hjólreiðafólks í þessum efnum. Verður farið yfir alla framkvæmdinar allt frá grófleika slitlags yfir í leiðarval.

Allir eru velkomnir. Hafið með ykkur gesti. Heitt verður á könnuni.

Kær kveðja,
Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna