Frá Íslandsmótinu 2007 Hjólreiðafélag Reykjavíkur heldur Meistaramót Íslands í fjallahjólreiðum sunnudaginn 10. ágúst 2008.
Keppnin verður haldin við Rauðavatn.  Rásmark er á hefðbundnum stað austan megin við Rauðavatn (sjá kort) og við skógarlundinn (sjá kort af skóarlundi). Keppnin hefst kl. 10:00. Brautin sem keppendur hjóla er blanda af malarstígum, grasi og skógarlundsstígum. Brautin er 5.4 km og með heildarhækkun upp á 70 metra (sjá mynd).

Krakkakeppnin hefst kl. 9:30
Aldur
11-12 ára   Hnokkar    Hnátur
13-14 ára   Sveinar      Meyjar    

Boðið verður upp á B flokka í ár.

Aldurskipting er 39ára og yngri, 40 ára og eldri.

( B - FLOKKUR KARLA eru þeir sem hafa gaman af að hjóla en hafa ekki verið að keppa á bikarmótum og stærri keppnum innan ÍSÍ. )
Sigurvegarar í B-flokki færast upp í opin flokk að ári.
B flokkur hjólar 3 hringir.

Keppt er í eftirtöldum flokkum karla og kvenna hefst kl. 10:00
Aldur                      Karlar             konur

15-16 ára                2 hringir         2 hringur
17-18 ára                6 hringir         4 hringur
Meistaraflokkur       6 hringir         4 hringur
H-30+                    6 hringir         4 hringur       
H-40+                    6 hringir         4 hringur
H-50+                    4 hringir         2 hringur

Keppnisgjald er 1500 ef skráð er fyrir kl. 13:00 á föstudaginn 8. ágúst. ATH ( ekki er nóg að skrá sig, það þarf líka að borga keppnisgjaldið).  Skránig; senda E-mail á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með nafni, kennitölu og flokk. ATH: Keppnisgjald er 2.500 kr. ef keppandi skráir sig eftir kl. 13.00 föstudaginn 8. ágúst.

Sendið kvittun á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem fram kemur nafn og kennitala og greiðslukvittun keppnisgjalds  (í heimabanka).

Kennitala Hjólreiðafélags Reykjavíkur: 430194-2089.
Reikningsnúmer: 132-26-2089 (Landsbankinn í Smáralind)

Skráningu keppenda og skoðun öryggisbúnaðar lýkur hálftíma fyrir keppni. Keppendur eru á eigin ábyrgð í keppnum HFR. 
Hjálmaskylda er í öllum keppnum HFR.  
Með kveðju
Albert Jakobsson