Tröllakeppnin 2001

   Tröllakeppnin fór fram í annað skipti 28. júlí og keppti bæði keppnisfólk og "hversdagshjólarar". Hjólað var í Mosfellsbæ og nánasta umhverfi og þurftu keppendur að vaða ár og læki meðal annars.  Keppnin var skemmtileg en brautin var mjög blaut enda ringdi allan föstudaginn og aðfararnótt laugardagsins þannig að nokkuð mikið var í ánum og víða drulla og stórir pollar. Keppnin tókst ágætlega og er stefnt á að keppa aftur að ári. 

   
  
Tröllakeppnin 2001    
         
         
Karlaflokkur A    
         
    NAFN   Tími
         
1.   Steinar Þorbjörnsson   01:33:54
2.   Emil Þór Guðmundsson   01:39:14
3.   Haukur Már Sveinsson   01:42:27
         
4.   Jóhann Leósson   01:44:40
5.   Óskar Örn Jónsson   01:45:35
6.   Tómas Jónsson   01:48:18
7.   Gísli Ólafsson   01:48:39
8.   Bjarki Bjarnason   01:51:38
9.   Kristinn Hjaltalín   02:03:11
10.   Sigurður Hallbjörnsson   02:07:43
         
         
Karlaflokkur B    
         
1.   Guðmundur Ásgeir Björnsson   01:48:24
2.   Bjarni Helgason   02:08:25
3.   Arnar Már Jóhansson   02:34:03
         
4.   Ingvar Þór Stefánsson   03:10:26
5. - 6.   Ólafur Freyr Halldórsson   Utan brautar
5. - 6.   Heiðar Már Guðnason   Utan brautar
         
         
Kvennaflokkur    
         
1.   Sigríður Helga Jónsdóttir   03:14:00
         


Jói Leós á fullu yfir vað:
JLe-troll2001.jpg

 

 

 


Aðdragandinn:

   TRÖLLAKEPPNIN 2001
   Er ekki komin tími til að kynnast nýju svæði og leiðum? Laugardaginn 28. júlí verður haldin fjallahjólakeppni í Mosfellsbæ og hefur gengið undir nafninu Tröllakeppnin, og vilja sumir tengja það hópnum sem stendur fyrir keppninni. Keppnin fer fram á malbiki, malarvegum, malarslóðum, rolluslóðum, reiðleiðum, vegleysum og er um 40 km.  Vaða þarf yfir eins og eina á (reyndar ekki stóra) og læki, en mest þó á þekktum slóðum. Leiðinn á að vera flestum fær, og höfum við hjólað þetta og erum engar hetjur í okkar hópi.
   Keppnin er í umsjón "Tröllaklúbbsins" sem er hópur sem alltaf fer stækkandi (bæði í fjölda og ummáli) og hefur sem aðal markmið að hjóla alla slóða sem fyrir finnast í nágrenni Mosfellsbæjar og boða "fagnaðar erindið" til þeirra sem enn telja reiðhjólið barnaleikfang. Oft hefur komið upp umræða um keppnir fyrir hinn almenna hjólara og hafa ekki verið margar í boði, fyrir utan keppnir HFR sem haldið hefur úti íslands og bikarmóti en annað keppnishald hefur verið, Bláa lóns keppnin í byrjun júní og Skagfirska 8an 11.-12. ágúst.
   Þessi keppni er bæði hugsuð sem skemmtun og eins fyrir þá sem eru að spá í að taka þátt í 8unni en vilja sjá hvar þeir standa. Keppnin hefst kl: 11 við íþróttamiðstöðina í Mosfellsbæ og keppt í karla, kvenna og B-flokki (fyrir þá sem eru yfirmáta hógværir), keppnin er öllum opin 16 ára og eldri.  Keppnisgjald er 700 kr. og er skráning við Íþróttamiðstöðina í Mosfellsbæ frá kl: 10 á keppnisdeginum, einnig er hægt að skrá sig í símum 8936492 (Ingvar), 8998282 (Siggi) og 8981392 (Óli Litli).
   Leiðin verður kynnt nánar í Klúbbhúsinu okkar að Brekkustíg 2 næstkomandi fimmtudagskvöld.
   Keppendur er beðnir að athuga að það er hjálmaskilda og að hluti af leiðinni er opinn umferð og keppendur því beðnir að hjóla eftir umferðarlögum.
   Allir keppendur eru á eigin ábyrgð í keppninni.
   Bestu kveðjur og vonumst til að sjá sem flesta,
   TRÖLLIN.

  © ÍFHK 2000