Fréttatilkynning vegna ummæla Ingu Jónu Þórðardóttur í morgunþætti Stöðvar 2 og Bylgjunnar fimmtudagsmorguninn 18 jan. Þar sem að hún gefur í skin að ekki þurfi að huga að stígum fyrir gangandi og hjólandi eða strætisvagnaleiðum ef lögð verða mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar því að það hjóli engir til vinnu heldur séu hjólreiðar ágætis afþreying.

Talning Umferðaráðs og Slysavarnafélagsins  á hjólandi fólki á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar í 3.oktober1998 á milli 7.45 og 8.25 sýnir að það voru 150 hjólandi og talningar á þessum sömu gatnamótum á sama tíma sína að hjólreiða eru að aukast.

Þetta er mjög mikill misskilningur hjá Ingu Jónu eins og tölurnar sína því það eru margir sem að hjóla  til vinnu og enn fleiri sem að myndu gera það ef að stjórnvöld hugsuðu meira í þá átt og hvettu til umhverfisvænni samgangna. Fólk myndi hjóla hér í auknum mæli til vinnu ef að aðstæður væru betri. 

Viðhorfin hafa verið þau að það hjóli svo fáir að það þurfi enga hjólaavegi og hins vegar hjólar fólk ekki því að það er ekki öruggt í umferðinni og víða vantar stíga eða samtengingar. Hvort kemur á undan hænan eða eggið??

Reykjavíkurborg er aðili að Álaborgarsármálanum, Staðardagskrá 21 og Car free city ALLT ERU ÞETTA SÁTTMÁLAR SEM AÐ STEFNA AÐ ÞVÍ AÐ DRAGA ÚR NOTKUN BÍLSINS OG HVETJA TIL UMHVERFISVÆNNI SAMGANGNA

Við hvetjum til skoðannakönnunar meðal almennings  og að borgarstjórnar fulltrúarnir vinni meir í anda þeirra sáttmála sem að í gildi eru

   Íslenski fjallahjólaklúbburinn 
   Alda Jónsdóttir 
   formaður Íslenska fjallahjólaklúbbsins