Glöggir lesendur taka kannski eftir gjörbreyttu útliti á vefnum. Guli liturinn og þríhyrningurinn utan um merki klúbbsins var látinn flakka, enda það margir farnir að hjóla þessa dagana að það er óþarfi að líta endalaust út eins og aðvörunarskilti. Um leið var skipulaginu í valmyndum aðeins breytt en efnið er það sama gamla sígilda og sífellt meira af nýju efni líka. Nú er líka hægt að stækka og minnka leturstærð eftir því sem hverjum og einum hentar og leita í textanum. Vonum að ykkur líki þetta vel en ef vefurinn kemur ekki eðlilegur upp hjá ykkur látið okkur þá endilega vita af því og jafnframt hvaða stýrikerfi er á tölvunni ykkar og hvaða útgáfu af vafra þið notið. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.