Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Landssamtök Hjólreiðamanna bjóða til hádegisverðarfundar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fimmtudaginn 22. maí kl: 12:00 - 13:00.

Veronica Pollard fyrirlesari og kennari mun kynna hjólafærni sem kennd er við LifeCycleUK, á Bretlandi og hefur verið viðurkennt af the National Cycle Training Standard. Veronica mun kynna leiðir til úrbóta fyrir hjólreiðafólk í umferðinni hér á landi.

Veronica Pollard er stödd hér á landi vegna kennslu í hjólafærni og leggur áherslu á réttar staðsetningar í umferðinni.

Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, mun segja frá eflingu hjólreiða í nokkrum borgum í Evrópu t. d. í London, París, Stokkhólmi og Oulu. Fyrirspurnir frá þátttakendum eru leyfðar eftir erindin.

Kjörið tækifæri til að kynna sér hjólfærni og hjólamenningu.

Aðgangur ókeypis og öllum opinn.
ÍSÍ og Landssamtök hjólreiðamanna

Mynd frá fundinum:

mynd frá fundinum