Fuglaskoðun í Grafarvogi er yfirskriftin að þessu sinni.

Hjólaður verður Grafarvogshringur. Frá Mjódd, niður Elliðaárdalinn, út Elliðaárvoginn og hringinn kringum sjálfan Grafarvoginn (ekki íbúðahverfið) og svo aftur í Mjódd. Hægt er að slást í hópinn á leiðinni og eins fara sína leið eftir hentugleika. Farið er að mestu leiti eftir útivistarstígum.

Alfreð sér um ferðina og með í för verður Ólafur Einarsson fuglafræðingur og því er tilvalið að hafa kíki með. Spáin segir milt og gott veður eins og hefur verið en samt er gott að hafa allan varann á. Áætlað er að ferðin taki um 1,5 til 2 klukkustundir. Mjög róleg yfirferð með mörgum stoppum og spekúleringum um fuglana sem á vegi okkar verða.

Ferðin er ókeypis og öllum opin. Hjólað til að njóta. (börn skulu vera í fylgd fullorðinna). Munum eftir hjálminum.

Skoðið dagskrá þriðjudagskvöldferðanna í sumar hér.