Fyrsta þriðjudagsferðin verður næstkomandi þriðjudag og samkvæmt hefð endar hún í Klúbbhúsinu okkar í Vesturbæ.  Þar verður boðið upp á kaffi og kökur.  Við hittumst við Landsbankann í Mjódd og leggjum af stað þaðan kl 19:30.  Ferðirnar eru styttri og léttari til að byrja með og taka ca 1.5 tíma.  Þegar líður á sumarið lengjast ferðirnar og má þá búast við að þær taki 2-3 tíma.

3.5          Klúbbhúsið – kaffisamsæti.

10.5       Árbær.  Hverfið skoðað og svo farið út í Sraums-og strengjahverfið.

17.5       Skógarstígar umhverfis Breiðholt.  Komið við í Gamla kaffihúsinu.

24.5       Kópavogsdalur.  Leynd perla á Höfuðborgarsvæðinu.

31.5       Laugarnes með viðkomu á Kleppi.

7.6          Elliðaárdalur.  Rómantískir skógarstígar þræddir sem og greiðfærari stígar í dalnum fagra.

14.6       Seljahverfi og sjampóhringurinn.  Veit einhver hvar hann er?

21.6       Elliðavatn.  Hjólað að og í kring um.

28.6       Þingholt, Öskjuhlíð og kannski kíkt á kaffihús.

5.7          Garðabær.  Ábyggilega komið við í ísbúð áður en haldið er heim á leið.

12.7       Kópavogur.  Gamli bærinn hjólaður þver og endilangur.

19.7       Rauðavatn og Reynisvatn.

26.7       Grafarholt.  Það má búast við einhverjum brekkum, og allar liggja þær upp í mót.

2.8          Breiðholt.  Hjólað um Bakka, Hóla og Fellahverfin.

9.8          Vöfflukaffi í Mosfellsbæ.  Geir er höfðingi heim að sækja og býður okkur í heitt súkkulaði.

16.8       Miðbær – Vesturbær.

23.8       Urriðaholt.  Nýlegt hverfi í Garðabæ.

30.8       Klúbbhúsið.  Lokahóf og mætingameistari leystur út með gjöfurm, knúsi og kossum.