Laugardaginn 26. júní ætlum við í dagsferð þar sem við hjólum yfir allar göngu- og hjólabrýr á höfuðborgarsvæðinu 21 talsins. Við hittumst við N1 í Fossvogi kl. 9:45 og hjólum af stað kl. 10.

Leiðin liggur fyrst um Reykjavík, síðan í Mosó og þaðan um Norðlingaholt og Hvarfahverfi í Kópavogi og Breiðholt í Hafnarfjörð og tilbaka um Garðabæ að N1. Vegalengdin er um 70 km og því er ágætt að vera í sæmilegu formi og vanur að sitja á hjólinu. Þó það verði ekki farið mjög hratt verður meðalhraða haldið uppi. Ferðin gæti tekið 5-6 tíma með kaffistoppum.

Gott að hafa með sér drykki og nesti. Ef að líkum lætur stoppum við líka á kaffihúsi á leiðinni. Veðurspá er ágæt núna, hlýtt og sólríkt en smá vindur sem við fáum vonandi í bakið eða á hlið.

Ef menn vilja slást í för hluta leiðarinnar er hægt að hringja í Árna s. 862 9247. Til að sjá hvar við erum stödd á hverjum tíma er hægt að senda vinabeiðni á messenger (helst fyrir laugardaginn) og þá er viðkomandi bætt við hópinn "21 brú" þar sem við deilum með ykkur staðsetningu hópsins á messenger (location) https://www.facebook.com/arni.davidsson