Fimmtudaginn 25 mars ætlum við að hittast í Klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 og pakka Hjólhesti og skírteinum í umslög.  Ef fólk hefur tök á að bera út í 1-2 hverfum væri það vel þegið.  Það verða pizzur og gos í boði kl 19:00 og svo hefjumst við handa við pökkunina kl 20:00  Venjulega höfum við lokið því kl 21:00.  Þeir sem taka sér útburð hafa viku til þess arna.  Allir eiga að vera búnir að fá sitt umslag fyrir 1 apríl.

Munum persónubundnar sóttvarnir, ekki koma ef það er kvef eða önnur pestareinkenni, spritt verður á staðnum.

Félagsgjaldið er aðeins 2500 krónur fyrir einstakling og 3500 fyfir fjölskyldu.  Félagsskírteinið veitir okkur afslátt hjá fjölmörgum verslunum sem sjá má hér: afslættir til félagsmanna ÍFHK