Kæru félagar. Nú líður að endurnýjun árgjalds en 2020 skírteinin gilda út mars. Við munum stofna kröfur 22 febrúar, en ef einhver hefur tök á að leggja beint inn á okkur fyrir þann tíma væri það frábært. Sparar okkur stofn- og greiðslugjöld krafna. Reikningur 0515-26-600691 og kennitala 600691-1399. 2.500 kr. fyrir einstaklinga eða 3.500 kr. fyrir fjölskyldur. Þeir sem gengu í félagið (nýjir eða eftir hlé) í nóvember 2020 eða síðar þurfa ekki að greiða 2021 árgjald.

Ef þið viljið tilkynna einhverjar breytingar, t.d. breytingar á fjölskylduáskrift, má gera það á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Við fáum heimilisföng sjálfkrafa úr þjóðskrá, svo það þarf ekki að tilkynna breytt heimilisfang.

Hjólhestum og skírteinum verður svo pakkað í Klúbbhúsinu 18 mars, það verður stofnaður viðburður þegar nær dregur. Öllu verður komið til félagsmanna fyrir mánaðarmótin mars/apríl.

Við minnum líka á aðalfundinn sem verður haldinn 25. febrúar 2021, kl 20 að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík.

Skilafrestur á efni í Hjólhestinn var til 17. febrúar en enn er séns á að koma að efni ef haft er samband við okkur fyrir helgi.

-Stjórnin