Takið næsta þriðjudag frá því þann 27. ágúst er lokahóf þriðjudagskvöldferðanna. Við munum hjóla upp í Mosfellsbæ. Geir er svo elskulegur að bjóða okkur enn og aftur heim til sín í heitt súkkulaði og ilmandi bakstur. Þar verður Mætingameistari 2019 krýndur, hlaðinn gjöfum, myndaður í bak og fyrir, knúsaður og kreistur.

Við munum leggja af stað frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl 19:30. Vinsamlega mætið aðeins fyrr svo við getum lagt tímanlega af stað. Það má búast við myrkri á bakaleiðinni, svo endurskin og ljós er nauðsynlegt.

Ferðanefnd