Helgarferð til eyjunnar fögru.  Hjólaferðin hefst laugardaginn 10 ágúst kl 11:00 á Tjaldsvæðinu í Herjólfsdal.  Fólk kemur sér sjálft á staðinn, en um að gera að sameinast í bíla.  Flestir fara á föstudegi til Eyja og farið er út að borða bæði kvöldin. 

Léttar dagleiðir, hjólað  á Stórhöfða og við munum fara í göngu upp á Eldfell.  Sundlaugin verður heimsótt og ferðarykið skolað af. 

Tilkynnið þátttöku til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og takið fram hvort þið getið boðið far eða vantar far. 

Leiðbeinandi verð fyrir farþega með hjól er 5.000 krónur fram og til baka frá Höfuðborgarsvæðinu. 

Svo þarf að greiða farið með Herjólfi og gjald á tjaldsvæði eða innigistingu.

Ferðanefnd