Klúbburinn er 30 ára í ár og að því tilefni er verið að skipuleggja ferð um Móseldalinn í Þýskalandi nú í haust.

Stefnt er að því að fara ca.  1. september og vera í 8 daga. Leiðin liggur að mestu á hjólastígum niður með ánni Mósel, en einnig í umferð eða á hjólareinum. Möguleikar á útúrdúrum eru á nokkrum stöðum og eru þær leiðir sumar erfiðari yfirferðar og krefjast meiri færni. Valdir voru ódýrir gististaðir til að halda kostnaði niðri. Ferðin hentar fólki í þokkalegu almennu formi en ekki er þörf á mikilli tæknilegri færni á hjóli þar sem stígar og vegurinn er góður (fyrir utan útúrdúrana sem eru valfrjálsir). Dagleiðir geta farið upp í 70km. eins og planið er núna.

Kominn er forskráningarlisti fyrir hjólaferðina. Þessi listi er án skuldbindinga og er tilgangur hans að sjá áhuga á ferðinni.

Ferðatilhögun hefur ekki verð negld endanlega niður en endanlegt plan er væntanlegt á næstunni.

Til að skrá sig á listann má senda tölvupóst til: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. undir yfirskriftinni Mosel2019. Gott væri að fá smá lýsingu með en ekki nauðsynlegt. Frekari upplýsingar verða síðan sendar jafn óðum.

Stjórn ÍFHK.