Fjallahjólaklúbburinn var stofnaður fyrir 30 árum og af því tilefni langar okkur að fagna með smá grillveislu 27. júlí.  Hún verður haldin í Heiðmörk, í skála Norðmanna.  Hægt að gista í skálanum ef gleðin teygist fram eftir kvöldi.  Við þurfum að rukka kr 1000 kall svo við getum skipulagt herlegheitin, en í boðinu verður grillveisla, gos, rautt, hvítt og bjór.  Og að sjálfsögðu afmælisterta og kaffisopi.  250 krónur fyrir börn.  Vinsamlega leggið inn á reikninginn okkar sem fyrst og sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að staðfesta þátttöku.  0515-26-600691 ktal: 6006911399


Dagskrá:

Við munum hittast við Olís, Norðlingabraut 7 kl 14, laugardaginn 27 júlí og hjóla saman um Heiðmörk.  Hægt er að taka strætó nr 5 uppeftir, sjá nánar á vef strætó hvar hægt er að komast í hann.  Við munum hjóla í 2-3 tíma, jafnvel kíkja upp á Geitháls, en þar ku óbyggðabakterían hafa smitað annan stofnanda klúbbsins.  Vinsamlega fylgist með á Facebok viðburðinum, ef við þurfum að gera breytingar með litlum fyrirvara, þá verða þær tilkynntar þar.  https://www.facebook.com/events/327066204914524/

Kl 18 hefst sameiginlegt borðhald og svo mun kvöldið líða við glaum og gleði.  Gott að kippa með gítar ef menn eiga svoleiðis.

Fyrir þá sem koma beint í hátíðina er hér kort:

Myndirnar sýna mennina tvo sem stofuðu ÍFHK, Magnús Bergsson og Gísla Haraldsson, fyrir um það bil 30 árum.