Kæru félagar. Á fimmtudagskvöld kemur nýr Hjólhestur í Klúbbhúsið ásamt nýjum félagsskírteinum og ætlum við að pakka þeim til dreifingar og ekki verra að fá sjálfboðaliða til að hjálpa til. Félagsmanna sem borguðu árgjaldið í fyrra bíða þessi fallegu sérmerktu skírteini eins og á myndinni. Við bíðum aðeins með að afhjúpa sjálfan Hjólhestinn.

Hjólhesturinn og félagsskírteini Fjallahjólaklúbbsins 2019

Allir sem hafa greitt árgjaldið fyrir fimmtudag fá bæði Hjólhest og skírteini í póstinum í framhaldinu. Aðrir fá Hjólhestinn og svo verður skírteinið sent sér eftir að greiðsla berst, en það er kjörið að ganga frá þessu strax og spara okkur póstburðargjöldin.

Ef þið fenguð ekki kröfu frá okkur er minnsta málið að leggja árgjaldið á reikninginn okkar og láta kennitöluna fylgja.

Allar breytingar á högum félagsmanna má tilkynna umsjónaraðila félagatalsins, póstfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Það þarf ekki að tilkynna breytingar á heimilisfangi, við fáum upplýsingar um heimilisföng samkvæmt þjóðskrá frá bankanum. Ef fólk vill fá skírteinin send annað en á lögheimili, er það minnsta málið.

Hrönn, umsjónarmaður félagatals ÍFHK
og Páll Guðjónsson, ritstjóri Hjólhestsins.