Arnaldur Gylfason og Lárus Árni Hermannsson úr Enduro Ísland munu kynna hvað Enduro Ísland stendur fyrir fimmtudaginn 3. mars. kl 20.

Fjallað verður um og sýnt frá atburðum síðastliðinna tveggja ára og kynnt hverju stefnt er að 2016.

Allir hjólarar sem hafa áhuga á að hjóla niður fjöll eru hvattir til að mæta.

Fjallahjólaklúbburinn er á Brekkustíg 2, 101 Reykjavík.

Sjá líka:
https://www.facebook.com/enduroiceland
http://www.enduroiceland.com/