Við ætlum að vera með örnámskeið í að setja nagladekkin undir á opnu húsi næsta fimmtudagskvöld.
Sýnt verður hvernig á að taka hjól undan, skipta um dekk og setja það aftur undir og fullvissa sig um að allt sé í lagi.

Námskeiðið hefst stundvíslega kl. 20:15 og er í um 45 min og verður á verkstæðinu á neðri hæðinni á Brekkustíg 2. Á kaffistofunni á efri hæðinni verður heitt á könnunni og með því.

Hægt er að skrá sig í klúbbinn með tölvupósti ifhk@fjallahjolaklubburinn.is eða með skráningu á staðnum.

Árni Davíðsson