Ráðstefnan  Hjólum til framtíðar 2015 er með undirskriftina Veljum, blöndum & njótum! þetta árið og verður haldin í Smárabíó í Smáralind, föstudaginn 18. september 2015 kl. 9 – 16

Ráðstefnan er 5. ráðstefnan undir heitinu Hjólum til framtíðar og hefur ævinlega verið haldin á föstudeginum í Evrópsku samgönguvikunni. Hún er haldin af Hjólafærni á Íslandi og Landssamtökum hjólreiðamanna í samvinnu við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur, Kópavogsbæ, Garðabæ, Hafnafjörð, Seljtjarnarnes, Mosfellsbæ, Samgöngustofu, Vegagerðina, Mannvit, European Cyclist Federation, Íslenska fjallahjólaklúbbinn, Farfugla á Íslandi, Ferðamálastofu, ÍSÍ og Umhverfis- og Auðlindaráðuneytið.

Megintilgangurinn með ráðstefnunni er að leggja rækt við virka vegfarendur, ánægjuaukandi hjólreiðar, samfélagsleg framlegð og lýðheilsuþátt hjólreiða og skoða umhverfið sem við bjóðum í lífvænni borg.
Við höfum boðið til landsins Dorthe Pedersen frá Cyklin uden alder, sem er einstaklega hlýtt og skemmtilegt samfélagsverkefni og hefur sannarlega slegið í gegn í DK og víðar.

Ráðstefnan verður send út beint á netinu.

Skráning fer fram hér: Skráning

Allar nánari upplýsingar má finna á vef Landssamtaka hjólreiðamanna: http://www.lhm.is/hjolum-til-framtidar-2015