Við ætlum að hittast í Klúbbhúsinu að Brekkustíg 2, fimmtudaginn 13 ágúst kl 20:00 og skipuleggja helgarferð til Vestmannaeyja 14-16 ágúst.  Fólk er raunar á eigin vegum en um að gera að sameinast í bíla eins og hægt er.  Sumir gista i tjaldi, aðrir á gistiheimilum eða hótelum. 

Dagskrá er nokkuð frjálsleg, en við munum hjóla um eyjuna þvera og endilanga, ganga, spranga, synda og skralla.  Það verður farið út að borða bæði kvöldin og það verður meira lagt upp úr skemmtun en harðjaxlahjólreiðum.  Það væri gaman að sjá sem flesta í pilsum, karlmenn líka, en engin skylda.  Bara taka með góða skapið.

Þeir sem vilja tryggja sér far með ökutæki, t.d. húsbíl, er bent á að bóka sig á herjolfur.is.  Annars nægir að fara yfir með hjól og farangur.

-Nefndin