Takið frá helgina 14-16 ágúst.  Þá ætlum við að herja á Vestmannaeyjar. 
 
Förum með hjól og farangur til eyja á föstudagskveldi og hjólum um eyjuna laugardag og sunnudag.  Til baka með síðustu ferð Herjólfs.  Gist verður í tjaldi og farið út að borða á laugardagskvöldið.  Annars er fólk á eigin vegum, en um að gera að sameinast í bíla eftir því sem hægt er.
 
Plan B.  Þar eð það getur gustað heldur betur í Vestmannaeyjum, þá munum við vinda kvæði okkar í kross og fara vestur í Laugar, Sælingsdölum og hjóla þar ef veður leyfir ekki hjólaferðir á suðlægum slóðum.
 
Við munum hóa í undirbúnings og samstöðufund þegar nær dregur.
 
-Ferðanefnd
 
PS: myndin er úr nýlegri ferð á Nesjavelli í maí 2015