Hjólaferðin hefst við Hjálparfoss í Þjórsárdal, laugardaginn 27 júní kl 12:00. Hjólað um línuveg og skógarslóða. Ca 25 km. Erfiðleikastig 5 af 10. Um kvöldið er sameiginleg máltíð og kvöldvaka, gist í Hólaskógi í svefnpokaplássi. Takið sundföt með, aldrei að vita nema Þjórsárlaug eða önnur sundlaug verði mátuð.

Á sunnudag verður hjóluð 30 km dagleið, hjólað frá Hólaskógi, Gjáin skoðuð og hjólað í kring Skeljafell niður að Búrfellsvirkjun, upp Sámstaðaklif aftur að Hólaskógi. Erfiðleikastig 6 af 10. Komið við á einhverri hamborgarabúllu á leiðinni í bæinn þar sem menn kveðjast með virktum og tárum.

Bókanir sendist á email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Verð 7.000 kr., innifalið gisting, sameiginlegur kvöldmatur og hafragrautur að morgni. Fólk tekur þátt í aksturskostnaði (kr 2000 fyrir sig og hjól). Vinsamlega takið fram við bókun hvort viðkomandi geti boðið far eða vanti far fyrir sig og hjólið.

Hér má sjá myndband úr ferðinni síðasta sumar:
https://youtu.be/zNLfx3jrOBE?list=PLxLpv311hrk-r4uKkJQDJfqwgRVXj_A3M

Og hér er að finna myndir:
https://picasaweb.google.com/100889943054792054419/2014Jorsardalur

Kv. Hrönn