Minnum á fyrstu helgarferð vorsins, á laugardaginn kemur kl 11:00 Við ætlum að hjóla Nesjavallaleið, yfir Dyrfjöll, niður að Þingvallavatni og áfram niður að Úlfljótsvatni. Við munum gista í góðum bústöðum með heitum potti, elda saman um kvöldið og fá okkur hafragraut að morgni. Hjóla svo sömu leið til baka næsta dag. Dóti verður skutlað, taka þarf með nesti til tveggja dagsferða, en kvöldmaturinn er innifalinn í verði, sem er hlægilega lágt, 6000 krónur.

Hrönn Harðardóttir er fararstjóri, vinsamlega tilkynnið þáttöku í email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Hún verður líka til skrafs og ráðagerða á opnu húsi á fimmtudagskvöldið að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík.

Hér má sjá myndir frá því í fyrra: https://plus.google.com/photos/100889943054792054419/albums/6fyrstu helgarferð vorsins95618471319439009