Skjárinn bíður félagsmönnum ÍFHK fría kynningaráskrift að Sportpakkanum sem inniheldur eftirtaldar stöðvar: SkjárSport, Eurosport 1, Eurosport 2, Motors TV, Edge, Extreme Sports Channel, Sky News og Ginx. Sjá tilkynningu frá Skjánum:

Viltu prófa Sportpakkann?

Við hjá Skjánum viljum endilega bjóða ykkar hjólreiðafólki kynningaráskrift að Sportpakkanum okkar sem inniheldur bæði Eurosport og Eurosport 2, sem er í dag eingöngu fáanleg hjá okkur.

Til að við getum opnað hjá þér áskriftina þarftu að klára skráninguna hér að neðan. Þá getur þú notið Sportpakka okkar út 12. apríl. Innifalið í pakkanum eru eftirtaldar stöðvar: SkjárSport, Eurosport 1, Eurosport 2, Motors TV, Edge, Extreme Sports Channel, Sky News og Ginx.

Við sendum ykkur vefslóð þar sem ykkar meðlimir geta skráð inn prufuáskrift og horft frítt út 12. apríl og því fylgir engin skuldbinding. Þá nær ykkar fólk fjórum stórum mótum.

Framundan eru flott hjólreiðamót í apríl:

  • Three Days of De Panne (31. mars – 2. apríl)
  • Tour of Flanders (5. apríl)
  • Tour of Basque Country (6. apríl – 11. apríl)
  • Paris-Roubaix (12. apríl)
  • Amstel Gold Race, Neatherlands (19. apríl)
  • Fleche Wallonne, Belgium (22. apríl)
  • Liege-Bastogne-Liege (26. apríl)
  • Tour of Turkey (26. april – 3. maí)

Þar sem um kynningu er að ræða þarf ekki að segja upp áskriftinni.

Athugið að SkjárHeimur er ekki aðgengilegur þar sem takmarkanir eru á sjónvarpsþjónustu, t.d. á völdum svæðum á landsbyggðinni sem og á Digital Ísland myndlyklum.

Með kveðju / With regards

Birkir Ágústsson
Verkefnastjóri á markaðsdeild