Við ætlum að gera okkur glaðan dag fimmtudaginn 7 desember kl 20:00, drekka heitt súkkulaði, gæða okkur á kökum og kruðeríi.

Komdu fagnandi í Klúbbhúsið okkar Brekkustíg 2 og gleðstu með okkur á þessum síðustu metrum ársins 2023.

Framundan er helgarferð um stórbrotið landslag.
Planið er að sameinast í bíla, hittast við Hjálparfoss um kl 11 laugardaginn 18 júlí, hjóla um línuveg að Sandártungu og hjóla um skógi vaxnar hlíðar aftur að bílunum. Línuvegurinn er grófur yfirferðar en skógarstígarnir auðveldir.

Kæru félagar. Nú líður að endurnýjun árgjalds en 2019 skírteinin gilda út mars. Við munum stofna kröfur 24 febrúar, en ef einhver hefur tök á að leggja beint inn á okkur fyrir þann tíma væri það frábært. Sparar okkur stofn- og greiðslugjöld krafna. Reikningur 0515-26-600691 og kennitala 600691-1399. 2500 fyrir einstakling, 3500 fyrir fjölskyldu.

Úr ferð Fjallahjólaklúbbsins um Vestfirði

28-29 júlí munum við hjóla á Vestfjörðum. Nánar tiltekið Mjóifjörður og Gilsfjörður. Við munum hittast í Heydal (í botni Mjóafjarðar) að morgni laugardags, og stefnan er að leggja af stað um kl 11:00

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691