Þegar hjólað er yfir kletta, drasl og sérstaklega glerbrot á fjallahjóli, geta þessir hlutir gatað dekk og slöngur. Sprungin slanga þýðir loftlaust dekk og þú kemst ekki lengra, þarft að taka fram verkfærin og gera við ef þú ert ekki svo séð/ur að vera með auka slöngu. Þetta er algengt hjá þeim sem hjóla mikið.

Svo komu  kevlar dekkin fram. Kevlar efnið er mjúkt efni sem svipar til striga en hefur um 5 sinnum meira slitþol en stál. Kevlar er notað á tvennskonar hátt í dekkjum, annars vegar í staðinn fyrir stálvírinn í dekkinu næst gjörðinni og hinsvegar í þunnu ofnu lagi á milli ytra gúmmís og innra efnis sem formar dekkið. Þegar kevlar efnið er notað í staðinn fyrir stálvírinn verður hvert dekk um 60 grömmum léttara og hægt er að brjóta eða rúlla því mjög þétt upp án þess að skemma það, en það er ekki hægt með venjuleg dekk. Þegar kevlar er notað í hliðar dekks og sjálfan banann er þyngdarmunurinn ekki svo mikill en dekkið verður mun sterkara og þolir betur glerbrot og oddhvassa hluti.

Venjuleg fjallahjóladekk kosta yfirleitt á bilinu 2-4000 kr. en kevlar dekk kosta yfirleitt á bilinu 5-9000kr. Slöngur kosta aftur á bilinu 700 til 2500kr. Hljómar ekki svo ýkja mikið en er fljótt að koma ef maður þarf að skipta oft um slöngu út af lélegu dekki. Að vera á kevlar dekkjum er engin trygging fyrir því að það springi ekki. Heppni og óheppni er stór þátttur í því hversu of dekk springa. En yfirleitt eru betri kaup í kevlar dekkjum þegar til lengri tíma er litið.

Ef þú ert að byrja, og ert að fjárfesta í fyrsta fjallahjólinu þínu, prófaðu þá að fá venjuleg dekk til að læra að laga sprungið dekk og skipta um slöngu. Þegar það verður leiðigjarnt væri spurning að brjóta upp sparibaukinn og gera vel við sig með því að fjárfesta í kevlardekkjum sem langoftast eru þess virði.

Viðbót:

Mörg hjól í meðal og hærri gæðaflokki koma á kevlardekkjum og það er vel þess virði að leggja út í hærri kostnað í upphafi og taka týpuna fyrir ofan, sé það á slíkum dekkjum.

Þýtt og stílfært: Fjölnir Björgvinsson

Greinina má lesa á ensku í upphaflegri mynd á netinu á þessari slóð :