Freyr Ólafsson rekstrarstjóri hjá Hand­point er einn af þeim fjölmörgu sem hjólar daglega til og frá vinnu. Leið hans er úr Laugar­dalnum í Reykjavík í Hamra­borg í Kópa­vogi. Á leiðinni vill Freyr helst annað hvort hlusta á hljóðbækur eða að setja saman kveðskap á ýmsu formi. Freyr leyfði Hjól­hestinum að birta kveðskap eftir nokkrar ferðir.

 

Ein frá fyrra ári

Í brjósti ég kenni um bílstjóra þá,
er í biðröðum hnussandi dóla.
Síðar þeir vonandi vitkast smá
og venja sig á það að hjóla.

 

7. janúar

Er steig á hjólið stirt var geð,
stirður var og loppinn.
Á skýi nú svíf vil syngja með,
með sælu hlaðinn kroppinn.

 

8. janúar limra

Seint gekk mér sækló á krossi,
áfram siluðust teinar á hrossi,
Eftir hnoð og hark,
ég hlýju við mark,
fagna sem heims mesta hnossi.

 

9. janúar

Á leiðinni heim ég lagðist á stýrið og stundi.
,,Stíf er brekkan, leiðinda klaki og grjót”.
Á ásnum hæst þá aftur kættist, mundi,
að eftir raun er léttara niður í mót.

 

13. janúar

Í borginni er hobbý að bíða í röð,Smá klassískur kveðskapur
belginn að strjúka á ljósum.
En við hjólarar framhjá glettin og glöð,
gangstíga renna kjósum.