Hjólaleikfélagið heitir nýtt verkefni sem Arnaldur Gylfason stýrir með góðum samstarfsmönnum og starfar undir merkjum Fjallahjólaklúbbsins. Það stóð fyrir námskeiðum sem nefnast Hjólaleikni fyrir börn í þremur bekkjum í Vesturbæjarskóla í síðustu viku.

Að þessu sinni var hjóluð ríflega 50 km leið niður að Úlfljótsvatni, en við látum nafnið halda sér, hefðarinnar vegna.

Ljósmyndir: Hrönn Harðardóttir og Geir Harðarson - Maí 18, 2013

 Brellurnar er hópur kvenna sem flestar búa á Patreksfirði. Nafnið, sem rímar við gellurnar, er vísun í fjallið fyrir ofan þorpið Patreksfjörð. Brellurnar skipa Björg Sæmundsdóttir, Elín Krístín Einarsdóttir, Halldóra Birna Jónsdóttir, María Ragnarsdóttir, Salóme Þorbjörg Guðmundsdóttir og Sædís Eiríksdóttir.

Þær hjóluðu 640 km. Vestfjarðahringinn sumarið 2011 til styrktar Fríðu Eyrúnu Sæmundsdóttur.  Aldur Brellnanna er  frá 25 – 46 ára eins og er og vonandi bætast fleiri í hópinn smátt og smátt. 

 Michael Tran var með erindi í klúbbhúsi ÍFHK í vetur og fékk þar smá aðstoð við að móta frásögn sína og framsetningu af hjólaferð yfir Alpana. Nánar má fræðast um þetta á facebook síðu sem tilenkuð er verkefninu og fyrir neðan er nánari lýsing og tengill á bókina sjálfa á rafrænu formi.

Það var góður og hress hópur fólks úr Hjólarækt Útivistar mættur í flugstöðina til að fljúga út til Þýskalands í sex daga hjólatúr. 12. – 19. júní 2013. Farið var í loftið um klukkan hálf átta og lent í München um klukkan eitt að staðartíma. Eftir smásnarl á flugvellinum tók við um eins og hálfs klukkustundar lestarferð til bæjarins Herrsching við Ammersee-vatn. Þar tók á móti okkur íslenskt slagveður, sem sagt rok og rigning. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir á hótelinu var farið út að kíkja á leiguhjólin sem við áttum að nota í ferðinni. Búið var að tjalda yfir þau svo við blotnuðum sem minnst við að skoða þau og prófa. Að kvöldverði loknum fóru sumir í göngutúr um bæinn áður en gengið var til náða.

Síðla maímánaðar 2012 áskotnaðist okkur ákaflega ódýrt flugfar til Billund á Jótlandi. Þar sem systir mín býr í nágrenni Legóbæjarins og fjallvegir vanalega ekki opnir fyrr en löngu síðar á Íslandi, stóðumst við frúin ekki mátið að skella okkur í litla reisu, en ákváðum að taka hjólin okkar með svo við kæmumst einhvern tímann heim.

 Þeir Max Deiana og Alessandro Vaglini eru frá Ítalíu en hugfangnir af Íslandi. Þeir hafa komið nokkrum sinnum hingað og hjólað víða en aldrei þó jafn fáfarnar slóðir og 2012 þegar þeir fóru ásamt félaga sínum Giuseppe Uras frá Egilsstöðum þvert yfir hálendið og eftir Gæsavatnaleið inn á Sprengisandsleið eins og sjá má á kortinu.

Egill Bjarnason, háskólanemi og ljósmyndari ferðaðist í hálft ár um vestur hluta Afríku í fyrra og fór hjólandi rúma sex þúsund kílómetra. Hann segir ferðasögu sína í þættinum Hringsól.

 Í ævintýralegri ferð okkar um Ísland sumarið 2012 tókum við upp þessa stuttmynd meðan við könnuðum þetta fallega land og auðnir hálendisins á Kjalvegi.

Ævintýraferðin er hluti af verkefni sem kallast "Scopri Il Mondo Sui Pedali" (kannaðu heiminn með pedölum) sem varð til þegar fjórir vinir báru saman hugmyndir sínar í tilraun til að endurskilgreina ferðalagið. Það er að öðlast nýtt sjónarhorn á heiminn, að deila  löngun eftir fróðleik, virðingu og samstöðu með öðru fólki og í ólíkri menningu. Verndun umhverfis, náttúru, jarðfræði- og sögulega arflegð þeirra staða sem eru heimsóttir. Verkefnið leitst við að forðast þægilegustu fararmátana en komast þó örugglega á einstaka staði og að upplifunin verði ógleymanleg.