Fyrsta þriðjudagskvöldferðin var 1 maí.  Það var við hæfi að koma við á Langholtsvegi og heiðra minningu Helga Hóseassonar  Síðan var haldið í Klúbbhúsið í vöfflukaffi.

 

8. maí heimsóttum við Breiðholt.

 

15. maí var hjólað um Langholt og Sundahverfi og endað í kaffi í Meskí Faxafeni

 

29. maí var hjólað um Elliðaárdal og endað í Café Flóran

 

5. júní. Þingholt, vesturbær og endað í ísbúð

 

12. júní var farið í Vogahverfi og Elliðaárdal

 

19. júní. Það rigndi svolítið á okkur, svo við fórum á Gamla kaffihúsið Breiðholti

 

10. júlí var bongóblíða. Hjóluðum í Hafnarfjörðinn og fengum okkur kaffisopa

 

17.  júlí var bongóblíða. Hjóluðum í Hafnarfjörðinn og fengum okkur kaffisopa

 

24.  júlí fóru nokkur prósent þjóðarinnar á Gun's n Roses. Aðrir hjóluðu upp í Grafarvog

 

7. ágúst hjóluðum við niður í Elliðaárdal og enduðum, eins og svo oft áður á Café Meskí

 

21. ágúst hjóluðum við í Kópavog og þaðan yfir á Arnarnesið. Á leiðinni heim bauð Svanur okkur óvænt heim í kaffi og kruðerí.

 

28. ágúst 

Lokahófið var svo haldið með pompt og prakt í Mosfellsbæ. Geir Harðarson tók á móti okkur með vöfflukaffi, heitu súkkulaði, kökum og kræsingum. Mætingameistarinn árið 2018 var Hrönn, alls 14 skipti, en fast á hæla hennar komu Svanur og Tryggi með 9 skipti.

 

Myndband:

Myndir og myndband: Hrönn Harðardóttir

Myndirnar eru líka hér í myndaalbúmi: Þriðjudagskvöldferðir ÍFHK 2018