Vinna við fréttabréfið okkar Hjólhestinn er komin á fullt og auglýsum við nú eftir efni. Það er laust pláss fyrir ferðasögur, reynslusögur og ýmisskonar pistla.

Það væri t.d. gaman að heyra frá einhverjum sem byrjaði nýlega að nota hjólið sem samgöngutæki og heyra hvað dreif viðkomandi af stað og hver reynslan hefur verið. Það má líka fjalla um ferð með klúbbnum eða aðrar skemmtielgar hjólaferðir.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn er kominn í jólafrí. Þar af leiðandi verður ekki opið hús næstu tvö fimmtudagskvöld, 26. og 2. janúar. Opið hús næst 9. janúar.

Stjórnin óskar félagsmönnum gleðilegra jóla og sendir jafnframt sólstöðukveðju. 

Næsta fimmtudagskvöld 5. desember er okkar árlega aðventukvöld.
Hrönn verður á vöfflujárninu og býður upp á gómsætar vöfflur.
Með þeim má gæða sér á gæðakaffi frá kaffifasistanum sem verður á kaffivélinni.
Komið og njótið góðrar stemmningar með okkur.

Fjallahjólaklúbburinn

Opið hús fimmtudaginn 28.11.2013, viðgerðaaðstaðan opin, heitt á könnunni á efri hæðinni.  Kl 20:30 hefst myndasýning.  Sýndar verða myndir og hreyfimyndir frá þriðjudagskvöldferðunum og helgarferð í Skorradal.  

Aðalfundur ÍFHK verður haldinn 31. okt. kl. 20 Brekkustíg 2.
Hér með er jafnframt auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

9. grein: Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Einnig skal kjósa endurskoðanda og formenn nefnda.

Ennfremur er auglýst eftir tillögum lagabreytingum.

Helgina 21.-22.september næstkomandi er fyrirhuguð haustlitareiðhjólaferð Fjallahjólaklúbbsins í Þórsmörk. Áætlað er að hjóla frá Seljalandsfossi inn í Goðaland að Básum, skála Útivistar og til baka. Gist verður eina nótt í skálanum í Básum.

Nánari ferðalýsing: Fyrirhugað er að sameinast í einkabíla við bensínstöð Olís, Norðlingabraut kl 9:00 laugardagsmorgun þann 21. september. Reiðhjól og farangur verður fluttur á kerru með fylgdarbíl. Ekið verður sem leið liggur austur fyrir fjall, yfir Markarfljótsbrú gegnt Seljalandsmúla að Seljalandsfossi þar sem bílar verða skildir eftir. Hjólað verður eftir grýttum slóða um það bil 150 m hækkun inn að Básum með viðkomu í Stakkholtsgjá. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni og kemur fylgdarbílstjóri til með að aðstoða við að fara yfir ár ef þess gerist þörf. Leiðin inn að Básum er um 30 km löng. Stoppað verður við Stakkholtsgjá og þeir sem hafa áhuga á að ganga inn 1-2 km langa gjána gefinn kostur á því. Gönguleiðin er mögnuð inn 100 m djúpt gil eftir árfarvegi og tekur um það bil eina klukkustund að ganga fram og til baka.

Þá er þriðjudagskvöldferðunum okkar lokið að sinni.  Það var Sigrún Lundquist sem vann mætingabikarinn, mætti í 15 af 17 ferðum sumarsins.  Hákon J. Hákonarson gaf Fjallahjólaklúbbnum farandbikar sem vinningshafinn hampar ár hvert.  Í september verður haldið myndakvöld með myndum úr þriðjudagsferðunum, fjölsóttust var Viðeyjaferðin okkar, 32 þátttakendur á öllum aldri, en flesta þriðjudaga mættu á bilinu 10-15 manns.  Ekki var ákveðið fyrirfram hvert yrði hjólað, en veður, vindar og óskir þátttakenda réðu för hverju sinni.  Við þökkum öllum sem hafa hjólað með okkur í sumar og vonumst til að sjá sem flest aftur næsta sumar.

Árið 2012 var fyrsti Tweed Ride viðburðurinn haldinn í Reykjavík. Forskriftin kom frá samskonar viðburði sem haldinn var í London þrem árum fyrr og hefur verið að breiðast út um allan heim. Þessi viðburður átti að gera fólki kleift að hittast og njóta þess að hjóla saman um miðbæ Reykjavíkur í skemmtilegri hópreið.  Þátttakendur voru hvattir til að koma í glæsilegum fötum, helst í anda 5. og 6. áratugs síðustu aldar og hjóla saman í rólegheitum, njóta borgarinnar, samverunnar, menningar og fallegs útsýnis. 

Næstkomandi fimmtudagskvöld verður undirbúningsfundur vegna Landmannalaugaferðar klúbbsins 24. - 25. ágúst í klúbbhúsinu Brekkustíg 2, kl. 20.30.
Þar munu fararstjórar renna yfir ferðatilhögun og fleira.

Það eru nokkur pláss laus í Landmannalaugaferðina og hún mun kosta 25.000 kr. Bókanir sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Sjáumst.

Farið á einkabílum yfir að þjónustumiðstöðinni Þingvöllum og upp eftir Uxahryggjarvegi þangað til malbiki sleppir og mölin byrjar, þar er lítið bílastæði. 

Vegna óviðráðanlegra orsaka verðum við að fresta þessari ferð um óákveðinn tíma.

Lagt af stað á bílum frá Reykjavík laugardaginn 27 júlí kl 8:30.  Keyrt til Víkur, þar sem gist verður á vel útbúnu tjaldsvæði.  Hægt að sitja inni í rúmgóðu skýli, hita sér vatn og rista brauð.  Kl 11:00 verður hjólað upp í Þakgil eftir ágætum malarvegi, þaðan þræddur árfarvegur Kerlingardalsárinnar nokkra kílómetra, uns komið er á sæmilegan sveitaveg vestan megin við ána.  Brunað niður að Vík á malbikinu og sólstólarnir dregnir fram.   Farið út að borða um kvöldið.  Þetta landsvæði er ákaflega fallegt, bakgarðurinn að Þórsmörk er í senn hrikalegur og tignarlegur.  40 km dagleið, og búast má við 6-8 klst með hæfilegum sólbaðspásum.  Erfiðleikastig 7 af 10.  Upplagt að taka með vaðskó og lítið handklæði.

Fjallahjólaklúbburinn hefur nú skipulagt helgarferð um svæði frá Kili, inn undir sunnanverðan Hofsjökul og niður með Þjórsá.

Hjólaleiðin er mjög krefjandi og krefst færni í hjólreiðum á fjöllum. Leiðin liggur eftir grófum malarslóða, hraun og sanda. Einnig þarf að fara yfir nokkrar ár. Erfiðleikastig er 9/10.

Næsta þriðjudag verður hin árlega hjólaferð til Viðeyjar.  Mæting hjá Viðeyjarferju, Skarfagörðum 3 kl 19:00  Ferjan leggur af stað kl 19:15, greiða þarf far kr 1.100,00 og eftir leiðsögn um eyjuna er hægt að fá sér kaffi og vöfflur í Viðeyjarstofu. 

Næsta fimmtudagskvöld verður hjólreiðakeppnin Jökulmílan kynnt.

Jökulmílan er lengsti einstaklingsmiðaði hjólreiðaviðburður sem er skipulagður árlega á Íslandi.  Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsness, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er 160,9 km langur, eða nákvæmlega 100 mílur. Jökulmíluna er því með sönnu hægt að kalla „Aldarskeið“ eða á ensku „Century Ride“ sem er vinsæl tegund hjólreiðaviðburða vestanhafs.  Við skipuleggjendur Jökulmílunnar, viljum höfða til breiðs hóps hjólreiðamanna eins og gjarnan er með slíka viðburði.  Við skorum á þig að reyna „Míluna“ á þínum eigin forsendum óháð því hvað aðrir kynnu að hjóla hana hægt eða hratt.

Vorhátíð Fjallahjólaklúbbsins var haldin fimmtudaginn 30 maí, góðir gestir mættu, gæddu sér á pylsum með öllu og svo bauð Arnaldur gestum upp á eðal kaffi að hætti Klúbbhússins.  Fjörugar umræður á baðstofuloftinu settu svo punktinn yfir i-ið.

Hér eru fleiri myndir. Smellið á þær til að sjá þær í fullri stærð og veljið slideshow til að fá sjálfvirka myndasýningu.:

Hjólreiðanámskeið á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur   HFR verða haldin í sumar fyrir 6-11 ára krakka og 12-15 ára unglinga. Námskeiðið byrjar við Félagsheimili HFR (Hjólreiðafélags Reykjavíkur) sem staðsett er í Siglunesi í Nauthólsvík (lítið hvítt smáhýsi).

Hjólum til framtíðar 2013 – réttur barna til hjólreiða
Föstudaginn 20. september 2013 kl. 9 – 16. Takið daginn frá.

Ágæti viðtakandi.

Í Evrópsku samgönguvikunni í haust, ætlum við að skoða saman hjólaaðstæður íslenskra barna á málþinginu Hjólum til framtíðar 2013 – réttur barna til hjólreiða.
Megintilgangurinn með ráðstefnunni er að skoða innlendar aðstæður, er hér allt í sóma? Rýna í reynslu annarra og greina með hvaða hætti og hvort gera megi hjólreiðar meira aðlaðandi í íslensku skólasamfélagi – aðferðir og leiðir. Þemað er Réttur barna til hjólreiða.

Hin árleg vorhátíð IFHK verður haldin fimmtudaginn 30 maí næstkomandi. Sumarið hefur látið á sér standa og finnst okkur upplagt að hittast, grilla pylsur, segja sögur og deila áformum sumarsins. Margar áhugaverðar ferðir verða farnar á vegum klúbbsins nú í sumar og er upplagt að kynna sér málið.

Hér eru nokkrar myndir frá hátíðinni í fyrra.

Kveðja. Garðar

Ferdaáætlun:

Laugardagur: Gert er ráð fyrir að fólk komi sér sjálft að Indriðastöðum sem er við suðvesturhorn Skorradalsvatns. Mæting kl 10:15. Lagt er til að fólk reyni að sameinast í bíla. Nánari leiðarlýsing um hvar við hittumst verður gefin síðar. Um 90km er að Indriðastöðum frá Reykjavík.
Hjólað verður af stað kl 11:00.