Þórsmerkurferð með Fjallahjólaklúbbnum

Helgina 4.-5.júní næstkomandi er fyrirhuguð vorferð Fjallahjólaklúbbsins í Þórsmörk. Áætlað er að hjóla frá Seljalandsfossi inn í Goðaland að Básum, skála Útivistar og til baka næsta dag. Gist verður eina nótt í skálanum í Básum.

Nánari ferðalýsing: Laugardaginn 4 júní verður sameinast í bíla við bensínstöð Olís, Norðlingabraut.  Mæting 9:30, lagt af stað kl 10:00  Reiðhjól og farangur verður fluttur á kerru með fylgdarbíl. Ekið verður sem leið liggur austur fyrir fjall, yfir Markarfljótsbrú gegnt Seljalandsmúla að Seljalandsfossi þar sem bílar verða skildir eftir. Hjólað eftir grýttum slóða um það bil 150 m hækkun inn að Básum. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni og kemur fylgdarbílstjóri til með að aðstoða við að fara yfir ár ef þess gerist þörf.  Leiðin inn að Básum er um 30 km löng.

Hópurinn mun borða saman lambalæri um kvöldið og hafragraut um morguninn.  Hver og einn sér um sitt nesti báða dagana. Möguleiki er fyrir fólk að fara í stuttar gönguferðir eða hjóla um Goðaland eða inn í Þórsmörk en þær ferðir eru ekki skipulagðar af Klúbbnum. Leggjum af stað hjólandi frá Básum kl 13:00 á sunnudaginn.  Ekið verður til Reykjavíkur með viðkomu í sundlaug á Hellu þar sem ferðarykið verður skolað af mannskapnum.

Þátttökugjald: 13.000.- auk þess sem farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði þess bíls sem þeir ferðast með (3000). Innifalið í þátttökugjaldi er gisting í Básum (svefnpokapláss), fylgdarbíll, bílstjóri og hjólandi fararstjórn, kvöldverður og hafragrautur.  Börn yngri en 18 ára í fylgd forráðamanna greiða 7.000, en þau þurfa að vera vel hjólavön, leiðin er að mestu á akvegum, en grýtt yfirferðar og nokkur vöð sem þarf að fara yfir.

Undirbúningsfundur vegna ferðar er fimmtudagskvöldið 2 júní   kl 20:00 í húsi Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2, Reykjavík.

Skráning og greiðsla er í síðasta lagi mánudaginn 30. maí.   Ef greiðsla berst ekki í tíma missir fólk pláss og fólk verður tekið inn af biðlista.  Það er pláss fyrir 18 manns.  Skráning á netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með nafni, kennitölu og símanúmeri. Greiðsla á reikning Fjallahjólaklúbbsins 0515-26-600691 kt. 600691-1399 kr 13.000.-

 

Útbúnaðarlisti

Reiðhjól og hjálmur
Viðgerðarsett, bætur og auka slanga
Pumpa
Hlý föt til að hjóla í
Auka fatnað
Regnfatnaður
Nesti fyrir laugardag og sunnudag
Svefnpoki
Sundföt
Ennisljós eða vasaljós
Pening fyrir bílfari og sundi (300 kr bílfari og sundi um 500kr)
Góða skapið